Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS ER ÆÐSTI DÓMSTÓLL ÞJÓÐARINNAR.

Efst á baugi í fréttum undanfarið hafa verið mál Mannréttindadómstóls Evrópu, er varða dóma frá Íslandi.

Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tjáð sig um, að Hæstiréttur Íslands, er æðsti dómsstóll þjóðarinnar óháður niðurstöðu Mannréttindadómstólsins (MDE) í svokölluðu landsréttarmáli; er dæmt verður af MDE á þessu ári.

Umfjöllun í fréttum fjölmiðla hefur  greint frá þeim er hópast til Strassborg, að fylgjast með málinu og eru lögfræðingar áberandi margir.

Bjarni benti réttilega á að skort hefði umfjöllun þar um; að MDE er ekki æðstðí dómstóll Íslands heldur Hæstiréttur Íslands er hefur nú þegar  dæmt í landsréttarmálinu;en niðurstaða MDE mun engu þar um breyta. 

Ætlast verður til af RÚV/fjölmiðlum fjalli ítarlega um  landsréttarmálið frá öllum hliðum; svo almenningur fái  rétta mynd af öllum málsatvikum.

Hæstiréttur Íslands er lokadómur í málum þjóðarinnar.

 


Greiðslur fyrir umsókn útvarpsstjóra?

Gefur auga leið að ráðning útvarpsstjóra hefur verið erfið en óhætt að slá föstu að kona yrði  það að vera,því karl hafi skipað stöðuna frá upphafi. Niðurstaðan er samkomulag varð um, er Stefán Eiríksson og virðast flestir ánægðir með hann sem útvarpsstjóra.

Jafnréttislög geta ekki ákveðið fyrirfram að kona eigi rétt á stöðu vegna eigin kynferðis heldur verður sá einstaklingur skipaður er valnefndin velur að lokum.

Með allri virðingu fyrir áðurnefndum lögum er umræðan um jafnrétti orðin þreytandi fyrir löngu 

Vonandi verður ekki farið að greiða vonsviknum  umsækjendum stórfé fyrir umsóknina um útvarpsstjórann.

 

 

 


mbl.is Óska eftir rökstuðningi frá stjórn RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TRUNMP

Hvenær hefst kosningabarátta Demókrata eða hófst hún þegar Nancy Pelosi reif í tætlur ræðu Trump forseta USA.

Ekki virðist árásum linna þrátt fyrir tap þeirra í öldungadeild þingsins,heiftin heldur áfram,klúðrið á framkvæmd í vali forseta Demókrata heldur áfram og er tortryggni kjósenda áberandi.

Donald Trump getur nú siglt lygnan sjó í bili; mjög líklega kominn á beinu brautina, árásir og kosningaklúður Demókrata afla honum fylgis.

 


mbl.is Fór í gegnum „hræðilega þrekraun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetaefni Demókrata?

Nú virðast forsetaefni Demókrata líta dagsins ljós og er Pete Buttigieg efstur í ringulreiðinni sem enn er þó ekki lokið. Ekki sigurstranglegur gegn Donald Trump, forseta.

 Fróðlegt verður að fylgjast með vandræðum Demókrata með forsetaefnið gegn Donald Trump, 


mbl.is Buttigieg með flest atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Demókratar í USA komnir í aungstræti?

vart hægt leggjast lægra í áróðri á Donald Trump,forseta en nauðgunarákæru á hendur honum,fyrir áratugum;"sönnunargagnið"kjóll konunnar segir minna en ekkert, er kjóllinn hennar?

Demókratar eru svo uppteknir í að finna sök á Donald Trump; – þeir hafa gleymt að finna eigið forsetaefni.

Eru demókratar að glata öllu trausti bandarísku þjóðarinnar, gleymt að lýðræðislegar kosn6ingar eru í sjónmáli; og falla á eigin bragði?

 


mbl.is Biður um erfðaefni frá Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BREXIT EÐA ESB?

Er óskhyggja Eiríks Bergmanns frambærileg rök fyrir að Bretland gangi aftur í ESB? Aðalorsökin að vestrænir stjórnmálaleiðtogar standi stutt við stjórnvölinn nema í Þýskalandi; liggur í orðunum að Boris Johnson muni ekki sitja lengi í forystu í Bretlandi.

Merkel mun að öllum líkindum hætta innan tíðar og geta innflytjendamálin valdið óstöðugleika í stjórnmalum Þýskalands.

Upphaf ESB var stál–og kolaframleiðslu milli Frakklands og Þýskalands og voru sameiginlegir hagsmunir þessara tveggja þjóða. Stríðshrjáð Evrópa kallaði á samstarf þjóða um viðvarandi frið; ESB þróaðist síðan meðal  aðildarríkja Evrópu um viðvarandi frið.

Efnahagshrunið 2008 hafði mikil áhrif þar sem minni ríki urðu illa úti og stóðu uppi með skuldaklafann handa almenningi til greiðslu.ESB mun tæplega þróast áfram eingöngu á friðarsamkomulagi; efnahagsmálin munu vega þungt;einnig eru miklir hagsmunir í gasframleiðslu frá Rússum.

Ekki er útilokað að fleiri ríki fari að dæmi Breta;en tíminn mun leiða það í ljós fyrr en seinna?

Hvernig eða hvenær milliríkja-samningar Breta  við Bandaríkin munu  takast vegur þungt en ástæða er til bjartsýni hjá þessum gömlu vinaþjóðum.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Barátta fyrir inngöngu í ESB mun hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝR ÚTVARPSSTJÓRI STEFÁN EIRÍKSSON.

Hef kynnt mér helstu fréttasíður með ummælum  um tilv.útvarpsstjóra, Stefán Eiríksson.Allt var reynt til að ná neikvæðum fréttum um fyrrnefndan: "ráðinn með sjónarmiðum og velvild Sjálfstæðisflokksins",uppáhaldsstarfsmaður Björns Bjarnasonar", góðvinur Dags borgarstjóra", sonarsonur Stebba Mogga"; engin bitastæð eða rökstudd frétt; ekki einu sinni umsagnir færustu penna  er kjósa að nota illmælgi að vopni.

Góð útkoma fyrir tilv.útvarpsstjóra, Stefán Eiríksson og er honum óskað til hamingju og velfarnaðar í starfi.

 

 

 


Tæknilegar varnir — Mannlegt innsæi í náttúruhamförum.

Náttúruöflin hafa minnt á sig með illviðri,snjóflóðum og ógnum ámeð eldi og brennisteini. Okkur er kippt inn í kaldan veruleikann;stöndum höggdofa og hjálparlaus gegn ógnarvaldi höfuðskepnanna.

Gular viðvaranir,allt kerfið í viðbragðsstöðu.

Minnistæð  er konan á Flateyri er ekki sætti sig við tillögur um  snjóflóðavarnir er sérfræðingar lögðu fram  fyrir bæjarbúa. Taldi hún þær myndu ekki ekki verja höfnina. Orð konunnar voru slegin snarlega af borðinu; allt væri undir kontroll.Annað kom í ljós snjóflóð svipti burtu höfn og bátum í einu vettvangi.

Þrátt fyrir alla heimsins tæknilegu aðgerðir ættu sérfræðingar og tæknifræðingar að hlusta á mannlegt innsæi í tengslum við heimabyggð.

Umrædd tillaga gerði heimamenn örugga og uggðu þeir  ekki að sér þrátt fyrir viðvaranir og hættu á snjóflóðum.

Minnisstætt er það sem Hjálmar maðurinn minn á Bakkafirð sagði,  þegar óveður var í aðsigi og þeir komu af sjónum; þá drógu þeir bátana samtaka upp í fjöru þá var engin bryggja. 

Seinna kom bryggja og krani og allt varð auðveldara.En þá voru engar gular viðvaranir eða sérstakar veðurspár.

Í þá daga litu sjómenn  til lofts á skýjafar- og á loftvog.Þrátt fyrir framfarir í veðurspám, snjóflóðum og tækni má fólk aldrei hætta að trúa á eigin innsæi og reynslu er eingöngu fæst í samskiptum við náttúruöflin. 

Ef sjómenn á Flateyri hefðu haft nokkurn grun um að höfnin færi ef kæmi snjóflóð; hefðu þeir ef til vill fært bátana til Ísafjarðar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


"RÍKIÐ ÞAÐ ER ÉG".

Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp um hálendisþjóðgarð um 40% af landinu í nafni umhverfisverndar; en er um leið eignaupptaka af hálfu ríkisins;minnir eilítið á Rússnesku byltinguna á sínum tíma.

Verndun landsins er betur komin hjá landeigendur,sveitarfélögum,hagsmunasamtökum:FerðafélagÍslands,ferðaþjónustu,raforkufyrirtækjum,Landssambandi hestamanna,o.fl.aðila.

Reynslan hefur sýnt  "verndun ríkisins" með Vatnajökulsþjóðgarði hefur ekki tekist sem skyldi enda ákvarðanir teknar í ráðuneytinu í Reykjavík oftar en ekki í glerhúsi fjarri náttúrunni.

Nýta þarf auðlindir í hófi eins og verið hefur það er lífsnauðsynlegt;við erum dæmd til að lifa af því sem landið gefur.

Skógurinn gerði okkur að þjóð í harðbýlu landi og gekk mjög á auðlindina. En þjóðinni óx fiskur um hrygg og er nú að rækta skóginn af miklum krafti.

Þó auðlindir landsins verði nýttar áfram er það ekki framtíðinni í óhag; með henni koma ný tækifæri ef til vill aðrir orkugjafar sem ekki eru komnir á kortið en sýnilegir, virkja sjávarföllin og sólarorkuna o.fl.

Umhverfisráðherra tekur mikið upp í sig með umræddu frumvarpi.

Minnir á Lúðvík 14 Frakkakonung er sagði:

 "RÍKIÐ ÞAÐ ER ÉG".

 

 

 

 


MYNDIR AF FORSETAHJÓNUNUM

Margar ríkisstofnanir hafa myndir af öllum forsetum er hafa  verið kjörnir hér á landi og er það í virðingaskyni.Undarlegt að lífsförunautar/makar forsetanna eru ekki með. Þó makarnir séu ekki kosnir væri það viðeigandi að þeir væru hafðir upp á vegg líka.

Gera má ráð fyrir að makar forsetanna hafi samþykkt framboð þeirra. Um leið og forsetinn hefur verið kjörinn verður hann opinber persóna og fjölskylda hans verður það beint/óbeint.

Makinn fer með forsetanum í opinberar  heimsóknir og móttökur hér heima.Fjölakylda forsetans er því opinber og einkalífið ekki með sama hætti meðan forsetinn situr við völd.

Vel væri við hæfi að forsetahjónin væru bæði í mynd upp á vegg hjá õllum ríkisstofnunum í virðingarskyni við forsetaembættið og forsetahjónin.

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband