Ríkistjórn - stjórnarandstaða við eigin þjóð

Engu líkara er Steingrímur njóti þess að hóta þjóðinni með enn meiri sköttum, hann hefur lagt sjálfan sig að veði að koma skuldaklafa Icesavelaganna til fólksins í landinu. Það er óvinsælt að sitja í ríkisstjórn, í kreppunni; er nauðsynlegt að halda þjóðinni í heljargreiðum með sífelldum hótunum um verri kjör innan lands og utan?

Eru einhver stór leyndarmál í efnahagskerfinu sem ekki má segja þjóðinni frá, engu líkara; eru það hótanir um neitun um inngöngu í ESB, er það öruggt að lokað verði á allar lánalínur, landið verði einangrað?

Samkvæmt daglegum fréttum úr heimspressunni er réttur þjóðarinnar gagnvart Hollandi og Bretlandi miklu meiri og augljósari en ríkisstjórnin gaf út eftir ''bjarmalandsför'' Svavars Gestssonar og meðreiðarsveina hans.

Vantar að leggja vandann fyrir þjóðina hver hann er í raun og veru; framkoma ríkisstjórnarinnar hefur aðeins valdið vantrausti vegna þess að upplýsingar eru ekki nægilega upp á borðinu.

Engu líkara en ríkisstjórnin sé í '' sttjórnarandstöðu við eigin þjóð/umbjóðendur sína.

 

 


mbl.is Nauðsynlegt að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband