Ráðlaus ríkisstjórn

Ábyrgðarleysi Samfylkingar var algjört við hrunið og í nútíð og framtíð; móðgun við lýðræðið og þjóðina að Össur Skarphéðinsson skuli enn sitja sem ráðherra. Vinstri grænir bera mikla ábyrgð að sitja í ríkisstjórn með Samfylkingunni eins og ekkert hafi gerst. Þótt þeir eigi ekki beina aðild af því sem gerðist er þeir  samsekir Samfylkingu; sýna þjóðinni lítilsvirðingu að sitja með þeim í stjórn.

Eftir kosningar samþykkja vinstri grænir að ganga til samninga um ESB í Brussel. Er það aðalatriði mitt í þrengingum þjóðarinnar? Talsmenn Samfylkingar eru ekki trúverðugir mikil hætta er á að þjóðin missi fjöregg sitt fiskimiðin - og landbúnað.

Hvað er þá eftir af áhrifum og þátttöku í samfélagi þjóðanna? Ekkert, menning og efnahagslegt sjálfstæði þjóðar verða ekki sundurskilin; við hverfum í þjóðarhaf Evrópu, hverfum af sviðinu sem þjóð.

Jóhanna og Steingrímu hanga eins og hundar á roði við stjórn landsins en hafa enga burði til að stjórna landinu það hefur "Icesavekúðrið" sýnt.

Þrátt fyrir allt og allt var hressandi að hlusta á Geir Haarde í sjónvarpinu í gærkveldi, hann var fastur fyrir lét ekki fréttamanninn vaða ofan í sig. Viðurkenndi að stjórn landsins hefði farið úr böndum en kom fram sem ábyrgur leiðtogi, foringi er vildi og gerði sitt besta er í óefni var komið.

Jóhanna Steingrímur hafa tamarkaðan styrk við stjórnvölin halda sig í  skotgröfinni, kenna fortíðinni um þegar allt um þrýtur, framtíðarsýn og þjóðarhagur viðrist vera framandi hugsun í þeirra stjórnmálaheimi. 


mbl.is „Valdarán Davíðs Oddssonar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband