Lánþegar skammist ykkar!

Lánþegar ættu að skammast sín að koma með slíka áskorun er jafngildir því að sparfjáreigendur/lífeyrissjóðir eigi að borga skuldir þeirra;ætla þeir enga ábyrgð að bera á eigin gerðum sumpart flónsku, er ekki nóg að höfuðstóllinn sé færður aftur fyrri hrun?;ekki mun sparifjáreigendum verða bættar inneignir sínar við gengishrunið. Hvaða lánþegar eru í vanda, þeir sem hæst láta í nafni lánþega um 20% skuldara með átta hundruð til milljón bæði hjón á mánuði og börn á framfæri; umrætt fólk verður að velja sér ódýrari lífsstíl með því að láta annan bílinn og minnka húnæði miðað við fjölskyldustærð og greiðslugetu eins og áður tíðkaðist hjá íbúðarlánasjóði. M.ö.o. margar fjölskyldur hafa veðsett menntun sína og laun langt umfram getu með óraunhæfum lífstíl og of stóru íbúðarhúsnæði.

Hin  80 % skuldara  er  ekki kvarta eru láglaunafólk með um fjögur hundruð til fimm hundruð þúsund, bæði hjón á mánuði, með börn á framfæri. Sanngjörn karfa að hækka vaxtabætur þeirra verulega. 

Nú reynir á stjórnvöld að standa á sanngjarnri lausn, ábyrgri lausn þar sem lánþegar verða að horfast í augu við að þeir  greiði skuldir sínar;geta ekki búast við að gengið verði lengra í vasa lífeyrisþega, og  sparifjáreigenda.


mbl.is Hvetja fólk til að taka út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband