Hryðjuverk: "Öxin og jörðin geyma þá best"

Jón Arason (1484- 7. Nóvember 1550) var síðasti kaþólski biskupinn yfir Íslandi fyrir siðaskipti  tekinn af lífi ásamt tveimur sonum sínum í Skálholti Umsvifamikill athafnamaður, flutti til Hóla fyrstu prentsmiðjuna á Íslandi. Jón biskup var skáldmæltur talinn höfundur kvæðanna Ljóma Niðurstingsvísna  og Krossavísna einnig er til veraldlegur skálskapur eftir hann einkum lausavísur.

Biskuparnir kaþólsku Jón og Ögmundur  í Skálholti risu upp móti hinum lúterska sið bæði var hann gagnstæður sannfæringu þeirra og hagsmunum. Jón Arason safnaði liði réðist á Suðurland og tók lúterska biskupinn Martein höndum. Sunnlendingar náðu yfirhöndinni  fönguðu Jón biskup ásamt tveimur sonum hans,  enginn þorði að geyma þá feðga af ótta við komu norðanmanna og voru þeir hálshöggnir í Skálholti 7,. Nóvember  1550, að ráði Einars prests er sagði „öxin og jörðin geyma þá best.

 Í hefndarskyni  næsta vor drápu norðanmenn tuttugu Dani en þar með lauk allri mótstöðu gangvart lúterskum sið hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband