ESB- sinnar sporgöngumenn Gissurar jarls!?

Nauðsynlegt - og gleðilegt  að Geir H. Haarde, forsætisráðherra  tók af skarið í Sjálfstæðisflokknum og benti réttilega á að gallar  við inngöngu í ESB væru væru mun meiri en kostir. Umræðan nú um inngöngu ESB hófst samhliða skoðanakönnun Fréttablaðsins þar sem hamrað var fyrst og fremst á erfiðri stöðu efnahagslífsins; og nú væri lag til að sækja um inngöngu í ESB. Ekki traustvekjandi umræða að hálfu ESB-sinna að hefja umræðuna á erfiðleikum fólks sem hafði spennt bogann hátt og tekið lán sem nú yrði erfitt að greiða. Þar bera bankarnir einnig ábyrgð er hvöttu til lántöku  með miklu fjármagni í evrum og krónum.

 

Jón Sigurðsson Framsókn og Jón Hannibalsson Samfylkingunni hafa leitt framangreinda umræðu að mestu leyti,  undanfarið. Undirritaðri hefur komið í hug Sturlungaöld í þessari umræðu þeirra; og er ekki úr vegi að rifja upp hvernig erlent vald seildist til valda á þeim tíma.

 

Erlent konungsvald seildist hér til valda á 14. öld fyrst og fremst til að geta skattlagt íslendinga. Til þess þurfti Noregskonungur stuðningsmenn hér á landi og hefur sá tími í þjóðarsögunni verið nefndur Sturlungaöld með tilheyrandi hjaðningavígum höfðingja, og falli Snorra Sturlusonar með aðför Gissurar Þorvaldssonar frænda hans er var orðinn hirðmaður Noregskonungs - og lengst náði að koma íslensku þjóðinni undir Noregskonung. Rak Gissur náðarhöggið á sjálfstæði íslendinga með aföku Þórðar Andréssonar (Oddaverjar og Svínfellingar).

Gissur Þorvaldsson fékk að vísu jarlsnafn - ásamt merki og lúðri sem tákn um völd og virðingu. Var hann jarl til æviloka en einungis að nafninu til því konungur sendi trúnaðarmenn sína til að fylgjast með stjórn landsins. "Til 1308 hafði konungur þó að norskum lögum rétt til að "gefa jarl til Íslands með slíku skilorði sem konungi sýndist", og mun hann hafa veitt norskum hirðgæðingum íslenska jarlsdæmið sem tignarheiti". (Íslandssaga Björns Þorsteinssonar og Bergsteins Jónssonar, 1991:114-115)

Eins og forstrætisráðherra benti réttilega á er vald Íslands sem áhrifaþjóðar innan ESB ekki til staðar allra síst þegar Lissabornsáttmálinn tekur gildi, "Ísland fengi  einn mann á 5-15 ára fresti ef að líkum lætur" - líklega jafn áhrifamikil staða og jarlsnafnið er Gissur Þorvaldsson fékk fyrir að eiga stærstan þátt í að gera Ísland að skattlandi Noregskonungs. 

Eins og allir vita er Ísland með verðmætar auðlindir til lands og sjávar, er ESB getur vel hugsað sér að komast yfir og innlima í markaðsbandalag sitt - ávinningur þjóðarinnar verður vart meiri en á Sturlungaöld en þá missti þjóðin sjálfstæði sitt. Ef við ætlum að lifa áfram sem þjóð meðal þjóða; verðum við að halda fullum yfirráðum yfir auðlindum okkar og efnahag um alla framtíð.Frown

 

 

 

 

 

 


mbl.is Geir: Ég vil ekki ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband