Lítil saga um "Birnu túrista"

Birna hafði fylgt ísnum um nokkra vikna skeið en uppgötvaði einn dag að hún var á rekís langt úti í íshafi. Einn morguninn þegar hún vaknaði fann hún þef af landi. Gleði hennar var mikil. Hún þefaði langan tíma til að fullvissa sig um land, lagðist síðan til sunds og náði landi þreytt og svöng. Hún sá að hér voru ekki heimslóðir hennar. Var komin á framandi slóðir. Fyrstu viðbrögð voru að leita sér ætis. Hún sá fuglager álengdar og fann þar egg sér  til matar. Birna hresstist og ákvað að fá sér svolítinn lúr eftir volkið. Hún vaknaði við hundgá, sá hund og  litla mannveru. Þefaði út í loftið,  fann að ekki var hætta á ferðum, enda var hún ekki vön að ánáða að óþörfu. Þannig leið dagurinn og Birna var  hin ánægðasta í nýja landinu sem hún hafði óvænt eignast. 

Allt í einu drifu að menn og undarlegt gljáandi skrímsli sem henni leist ekki á. Þefaði vandlega út í loftið og skynjaði hrædda  menn  ógnandi í fasi.  Birna var ekki vön  svona undarlegum skepnum.   ók skrímslið í átt til hennar með  urrandi hljóðum sem voru henni framandi og vöktu tortryggni hennar. Best að forða sér heim aftur. Birna tók á rás til sjávar. Allt í eiun heyrði hún undarlegan hvin og stingandi sársauka, sortnaði fyrir augum og féll til jarðar ; - féll nýjum löndum sínum til öryggis og almannaheilla?Frown  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband