Davíð ábyrgur ? - Forsetinn í baksætinu?

Hafi stjórnvöld ekki tekið mark á viðvörun seðlabankans fyrir hrunið í október er rökrétt að Davíð Oddson segi ekki af sér (láti reka sig). Vonandi stendur ekki orð gegn orði heldur að hann geti sannað sitt mál. Ragnar Önundarson sagði í Silfri Egils í dag að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði látið bóka andmæli gegn viðvörun seðlabankans á ríkistjórnarfundi.

Rétt hefði verið að mynda stjórn allra flokka í upphafi hruns eða utanþingsstjórn og stefna að kosningum í vor; virðist ekki  hafa náðst samkomulag eða ekki áhugi fyrir því. Þar hljóta allir flokkar að bera ábyrgð ef þeir hafa ekki viljað viðurkenna hrunið efnahagslíf.

Traust á stjórnmálamönnum mun ekki aukast við að ætla að kenna hver öðrum um í komandi kosningum hvernig komið er. Núverandi stjórn hefði átt að hafa samstarf við Sjálfstæðisflokkinn með því að kjósa Sturlu Böðvarsson forseta sameinaðs þing áfram; Samfylkingin getur ekki skotið sér undan ábyrgð með nýju stjórnarsamstarfi.

Ef forseti Íslands hefur komið að stjórnarmyndun áður en stjórninni var slitið meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var fjarverandi er það pólitísk íhlutun í alvarlegum aðstæðum þjóðarinna; þar sem hann hefði fremur átt að leita samráðs og ábyrgrar samstöðu allra flokka?; ef umrædd afskipti forsetans eru sönn þarf hann að svara fyrir gerðir sínar?


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband