Aukning strandveiða - ''ekki sportidíóda''

Skynsamlegt að auka strandveiðar og leggja niður byggðakvótann en ekki ráðlegt að gera veiðarnar frjálsar: veiðar og markaður þurfa  að vera í jafnvægi. Veiðarnar yrðu arðbærar með  smábátum er  geta aukið veiðar án lítils tilkostnaðar, fastakostnaður yrði nánast sá sami.

Frjálsar veiðar eins og Karl V. Mattíasson  (og Ómar Ragnarsson) boða þar sem allir gætu keypt báta og hafið fiskveiðar mun ekki ekki efla strandbyggðir eða arðsemi í fiskveiðum.

 Fiskveiðar hér við land geta ekki verið fyrir ''sportídíóda'' eða sportveiðimenn; yrði ekki lagfæring á kvótakerfinu sem þó er nauðsynleg.

Fiskveiðar hér við land hafa hingað til byggst á útsjónarsemi, framkvæmdavilja og dugnaði í byggðunum sjálfum; þjóðnýting er hættuleg vegna þess að þá munu framgreindir eiginleikar ekki njóta sín.

Fisveiðar eru viðkvæm atvinnugrein; eru alltaf háðar ytri aðstæðum svo sem hvað er til skiptanna og hverjar eru markaðsaðstæður.

Vinstri grænum mun ekki ganga vel að úfæra framangreindar hugmyndir sínar með Samfylkingunni. Sá flokkur vill þjóðnýta og skattleggja fiskveiðiauðlindina óhóflega, sem ekkert er annað en landsbyggðaskattur á strandveiði, alla útgerð í sjávarþorpum allt í kringum landið.

Er ekki búið að blóðmjólka landsbyggðina nægilega, flytja stóran hluta fjármagnsins þangað í tóm íbúðarhverfi á Reykjavíkursvæðinu?

Kjósum ekki Samfylkinguna í komandi kosningum!

 


mbl.is Strandveiðar í stað byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband