Góðar jólamessur.

Útvarpssmessan í Brautarholti hjá sr. Gunnari Kristjánssyni í dag  var  falleg og látlaus, hægt að heyra sönginn fyrir orgelinu. Sama má segja um sjónvarpið. Góð messa hjá herra Karli í gærkveldi.  Fallegast var lagið sem kórinn söng án undirleiks. Orgelið yfirgnæfði samt aldrei sönginn eins og stundum er með pípuorgel.

Að mínu mati er messusöngur fallegastur án hljóðfæris. Hef aldrei þorað að setja þá skoðun mína á prent en hvers vegna ekki? 

 Fór fyrir nokkrum árum  til jólamessu, að hlusta á aldinn prédikara sem er mér hjartfólginn. Tók ömmustúlkuna mína með til að hún gæti líkað kynnst þessum góða prédikara, varð hún þar með fjórða kynslóðin sem átti þess kost að kynnast honum.Prédikarinn brást ekki en söngurinn heyrðist ekki fyrir pípuorgelinu. Mér fannst eins og höfuðið ætlaði að springa, tónarnir voru svo sterkir. Hugsaði með mér að tóneyra mitt væri bara svona lélegt, skammaðist mín óskaplega.

Bragð er að þá barnið finnur. Á heimleiðinni sagði barnið: “Amma,  ég heyrði ekki sönginn það var svo mikill hávaði í orgelinu, mér líður bara illa.” Mér finnst gaman af orgeltónlist, pípuorgelið á vel  við á tónleikum og svoleiðis. Hentar ekki eins vel í messu þar sem tilbeiðsla og lofgjörð nýtur sín best í mannsröddinni þegar sungið er af innlifun og tilbeiðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband