Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Forsetinn - ótrúverðugur?

Alvarleg staða er í stjórn landsins; ekki traustvekjandi að forsetinn fái þar stórt hlutverk í stjórnarmyndun er hefur leynt og ljóst stutt fjármálagarkana erlendis og hérlendis. Þjóðin sjálf, grasrótin virðist ekki hafa verið ofarlega í huga forsetans þar sem  helsta  hlutverk hans er að vera sameiningartákn?

Nú á þessari stundu hlýtur forsetinn að vera ótrúverðugur til stjórnamyndunar?


mbl.is Forsætisráðherra á fund forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunblaðið - hæpinn rekstur?

Sorglegt hvernig er komið fyrir Mbl er stendur á gömlum merg og hefði átt að gera betur þó útgáfa Fréttablaðsins ókeypis hafi þar áhrif. Lítt skiljanlegt að gefa út 24stundir ókeypis með fjölda starfsmanna er ætla má að hafi veikt mjög Morgunblaðið;  hafi aldrei verð rekstrarlega mögulegt jafnvel gert út um reksturinn.

Lítur út fyrir að blaðið þurfi nýjan rekstrar- og ritstjórn að miklu eða öllu leyti.Frown


mbl.is Laun lækka um 5% hjá Árvakri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utnaþingsstjórn - með samþykki stjórnarflokkannna!

Sjálfstæðisflokkurinn  getur ekki látið forsætisráðuneytið af hendi hann er nógu laskaður fyrir  ekki sjáanlegar forsendur til að Samfylkingin taka forystu í misheppnuðu stjórnasamstarfi. Skásti kosturinn nú er utanþingsstjórn með stuðningi núverandi stjórnarflokka.

Núverandi stjórn hefur tekist seint og illa upp  að setja fram ástæður fyrir hruni bankanna þótt viðskiptaráðherra hafi sagt af sér og rekið fjármálaeftirlitið, fjármálakreppa erlendis er heldur ekki nægileg ástæða. Með samkomulagi um utanþingsstjórn viðurkenna stjórnarflokkarnir  við núverandi  aðstæður  hafi stjórninni  misst tökin á stjórnartaumunum.

Allir  stjórnmálmenn hafa svo lítið traust almennings;  þeir hljóta að standa utan við stjórn meðan kosningar fara fram.


mbl.is Vilja taka að sér verkstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp koma svik um síðir?

Tóku stjórnendur/eigendur gamla Kaupþings: Sigurður Einarsson; Ólafur Ólafsson og Heiðar Már Sigurðsson  84,5 milljarða út úr Kaupþingi rétt áður en bankinn féll og fluttu þá úr landi með erlendan Sjeik frá Katar sem sýndarkaupanda án þess tryggingar kæmu á móti? Peningarnir teknir að "láni" fyrirfram án vitundar lánanefndar er hún kvittaði fyrir eftir á? Var einn nefndarmanna í lánanefndinni formaður VR Gunnar Páll Pálsson að gæta hagsmuna félagsmanna sinna?

Hvert fóru fimmhundruð milljarðar Evra er framagreindir aðilar fengu út úr Seðlabankanum rétt fyrir fall bankans? Tók Kaupþing sér stöðu gegn krónunni svo hún féll er verður til þess að þjóðin mun búa við lakari lánakjör erlendis um langan tíma? (Ásamt öðrum bönkum) Mbl í gær bls 10.

Þá vann Vilhjálmur Bjarnason formaður samtaka fjárfesta mál gegn stjórn gamla Glitnis  er hlutabréf bankans voru seld Bjarna Ármannssyni á undirverði við stafslok hans.

Óviðunandi ástand ef ekki tekst að sækja framangreinda aðila til saka fyrir ósvífna meðhöndlun fjármuna sparifjáreigenda og hlutafjáreigenda.


Björgvin hetja dagsins

 Björgvin G. Sigurðsson er hetja dagsins fyrir að sýna stjórnkerfinu fordæmi og axla ábyrgð. Verst í stöðunni  ef ekki verður hægt að koma böndum á þá sem mesta ábyrgð bera, eigendur og stjórnendur bankanna í kjölfarið. Hvernig þeir hafa leynt og ljóst braskað sín í milli með fjármunum er þeim var trúað fyrir.

 


mbl.is Afsögn Björgvins vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrum lifir góðu lífi í kreppunni

Nú er tækifærið fyrir stjórnarandstöðuna að nýta sér kreppuástandið með slagorðum og lýðskrumi og kemur það vel í ljós í skoðanakönnun með 32.6% fylgi Vinstri grænna. Reiður almenningur grípur í hálmstrá og setur fylgi sitt á Vinstri græna en verður það til frambúðar? 

Þegar forseti alþingis náði fram breytingum í haust um betri þingsköp styttri ræðutíma til að fá snarpari og málefnalegri umræðu en "Maraþonumræður" í  þinginu sem hafa viðgengist lengi og valdið  því að fáir eða engir hafa úthald til að hlusta ,hvað þá tíma. Þá risu Vinstri grænir upp óðir og uppvægir, nei ekki mátti breyta neinu og voru einir á móti. Samt varð þessi breyting til þess að umræður á þinginu eru málefnalegri , minna  um lýðsskrum.

Sami hátturinn er nú kreppuástandinu Vinstri grænir hrópa, "bjarga heimildum og fjölskyldunni",leysa greiðsluvanda heimilanna, "leysa óhóflegt skattarán eldri borgar o.s. frv. Engar lausnir frá þeim eru í sjónmáli.

Nú virðast góðar horfur á nýju framboði er má telja að nái fylgi vonandi að miklu leyti frá lýðskrumurum þeim er leggja fyrst og fremst áherslu á að halda völdum. Þeim gæti  tekist að fá fylgi;  slá á lýðskrum stjórnmálamanna svo um munar bæði hjá Vinstri grænum og öðrum er ekki munu hika við að  slá ryki í augu almennings með innantómum fagurgala í mæltu máli og "glamúrauglýsingum".

 


mbl.is Fylgi VG mælist rúmlega 32%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörður Torfason - biðst afsökunar

Hörður Torfason er maður að meiri  baðst  afsökunar á ummælum sínum í garð forsætisráðherra. Mikilvægt að þeir sem eru í forsvari fyrir mótmælum borgarinnar haldi ró sinni í  viðkvæmum aðstæðum þar sem lítið þarf út af að bera til að skapist þofremdarástand. Mótmælin gætu snúist upp á andhverfu sína og valdið ósstjórn og uppreisn.Happy 

Þótt umrædd mótmæli séu ekki þjóðin eða í umboði þjóðarinnar má telja  þau hafi samúð margra úti í samfélaginu meðan þau fara friðsamlega fram.

Það er ekki til fyrirmyndar að berja utan bíl forsætisráðherrans þar sem hann var á ferð; og það af Hallgrími Helgasyni, rithöfundi er telur sig vera sjálfskipaðan siðmenntaðan álitsgjafa í framagreindum mótmælum. Forsætisráðherra upplýsti atvikið sjálfur á RUV í morgun, má reikna með að mynd sé til af heift Hallgríms.Frown

 


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Réttur formaður - úrslitaáhrif um samstöðu og fylgi"

Krafan um nýtt fólk og minna flokksræði er sterk í samfélaginu er ekki mun taka breytingum um hvern Landsfundur Sjálfstæðisflokkurinn velur til forystu. Getur skipt sköpum um hvaða fylgi flokkurinn fær. Bregðast þarf við  með framboði fólks sem ekki er tengt fortíð flokksins eða situr í ríkisstjórn nú, allt verður notað til áróðurs miskunnarlaust í komandi þingkosningum.

Kjör formanns Framsóknar mun hafa óbein áhrif ekki verður spurt um stjórnmálareynslu heldur trúverðugleika  betri tengsl við grasrótina  þar sem meiri jöfnuður ríkir; allir fái tækifæri til að þroska hæfileika sína á öllum sviðum.  

Nokkrir hafa verið nefndir til leiks og virðist Bjarni Benediktsson álitlegur kostur. Ekki verður heldur horft framhjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra  og Kristjáni Þór Júlíussyndin, alþingismanni, þau munu sennilega blanda sér i slaginn.

Þrátt fyrir bágt efnahagástand eru spennandi tímar í stjórnmálum framundan  vonandi kemur nýtt fólk til þings sem hefur sterka siðferðilega sýn þar sem almannaheill er í fyrirrúmi en ekki þröngir hagsmunir hópa er beita þingmenn þrýstingi til að skara eld að eigin köku.

"Réttur formaður mun hafa úrslitaáhrif um samstöðu og fylgi flokksins í næstu kosningum".

 


mbl.is Þorgerður leysir Geir af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörður Torfason - skammastu þín!

Getur verið að Hörður Torfason sé máttugur en hann getur ekki ráðið því hvenær hann sjálfur eða forsætisráðherrann veikist. Liggur í augum uppi að Geir gegnir ekki embætti sem formaður og forsætisráðherra með lífshættulegt mein. Eflaust hefur Geir Haarde gert það upp við sig nú þegar kosningar eru í vændum.

Hörður Torfason ætti að skammast sín hann getur æpt eins og hann vill meðan hann hefur róm til niður á Austurvelli jafnvel þótt röddin missi þróttAngryDevil;  það er ekki eins mikilvægt hlutverk og að standa í brúnni á þjóðarskútunni. 


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmuleg tíðindi - utanþingsstjórn?

Hörmuleg tíðindi að Geir H. Haarde, forsætisráðherra  er alvarlega veikur og mun láta af störfum sem formaður flokksins. Mikið áfall að báðir leiðtogar  stjórnarflokkanna  eiga við alvarleg veikindi að stríða enda hefur álagið verðið mikið undanfarna mánuði vegna hruns efnahagslífsins. Undirrituð óskar þeim alls hins besta og megi góður Guð gefa þeim styrk og bata.Halo 

Líklega væri best að setja á stofn utanþingsstjórn fram að kosningum ef um það næst samkomulag með stjórnarfflokkunum. Geir getur rofið þing upp á sitt eindæmi en betra væri samkomulag. Stjórnarandstaðan getur ekki orðið trúverðug stjórn til þess er hún of sundurleit; hætt við að áherslan yrði lýðskrum til að ná góðri kosningu sem er ókviðunandi staða nú um stundir.

 


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband