Um hvað snúast komandi Alþingiskosningar?

 Um hvað snúast komandi Alþingiskosningar? Dæmdur veikur barnaníðingur fær uppreisn æru eftir afplánun dóms,samkvæmt núgildandi lögum; er sannarlega þurfa breytinga við.

Samkvæmt fjölmiðlum síðustu daga snýst málið um að faðir forsætisráðherra hafði skrifað undir náðunarbeiðnina – tók  síðan snöggum breytingum þegar Björt framtíð stökk úr stjórnarsamstarfinu um miðja nótt vegna “trúnaðarbrests” en hver var "trúnaðarbresturinn"? 

Birgitta “ píratadrottning” geystist fram á sviðið með brauki og bramli; lýsti yfir að hún gæti starfað með öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum.

Sama staða var komin upp og eftir “Kastljósupphlaupið” fræga um Panamaskjölin og Sigmund, þáverandi forsætisráðherra – en missti nú marks;  fáeinar hræður mættu á Austurvelli til að fylgja eftir upphlaupinu.

Snúast komandi  kosningar um að stjórna landinu með brauki og bramli; eða vill þjóðin stjórn með festu og hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi


Bloggfærslur 16. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband