Flugvöllur til framtíðar?

Leifur Magnússon,verkfræðingur skrifar athyglisverða grein í mbl í dag um flugvallarmálið; en borgarstjórinn telur að Reykjavíkurflugvöllur dugi ekki sem varaflugvöllur og mikið liggi við að hefjast handa í Hvassahrauni en málið er að það yrði herfilegt frumhlaup:

"Mikill undirbúningur mælingar og greiningar- og hönnunarvinna eru nauðsynleg áður en hægt er að lýsa því yfir að flugvöllur sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni svo ekki sé talað um stærri mannvirki séu raunhæfur kostur. 

Þá hafa fyrri  athuganir á flugskilyrðum  í nágrenni við Hvassahraun bent til þess að skilyrði til flugs  á þessu svæði  væru til muna lakari en á Reykjavíkurflugvelli .

Því er nauðsynlegt að gera ítarlega úttekt  á veðurfarslegum aðstæðum, skipulagi og hönnun flugbrauta og loftrýmis og skipulagningu bygginga áður en ákveðið væri  að hefjast handa."

 

Mikilla hagsmuna er að gæta hvernig flugsamgöngur verða út á landsbyggðinni og fyrir þjóðina alla hvernig til tekst. Borgarstjórinn fer með fleipur um málið; styðst ekki við neina röksemdir - vonandi les hann grein Lofts Magnússonar.

 

 


Bloggfærslur 15. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband