Verndun og veiði fiskistofna hér við land.

Verndun og vísindaleg þekking eru grundvöllur þess að fiskimiðin hér við land verði ekki ofveidd.

Erlendar þjóðir hafa sótt mikil verðmæti á Íslandsmið. Aflaverðmæti erlendra skipa, 1905-1978 var 18,2 milljón tonn ef reiknað er á verði 275kr. kg.sem er undir markaðasverði í dag á þorski og ýsu; er á núvirði um 5000 milljarðar króna.

Fimm þúsund milljarðar jafngilda  heildarútgjöldum ríkisins síðustu sex ár eða sem jafngildir fasteignaverði allra húsa á landinu.

Forsendan að færa út landhelgi Íslendinga var mikil sókn á Íslandsmið. Eftir 200 mílna útfærsluna dró samt ekki úr aflanum, íslensku skipin bættu því við sig og var botnfiskaflinn 600-800 þúsund tonn á ári en hefur nú minnkað í 400 þús.tonn.

Vísindamenn telja megin skýringu minnkandi afla vera náttúruleg skilyrði breyttust til hins verra. Kólnandi sjór við Grænland urðu til þess það þorskstofnar hrundu og göngur þorsks frá Grænlandi til Íslands lögðust af; en hafði verið aðal þorsgegndin hér við land.

Ljóst er nú eð útfærsla í 200 sjómílur  1975 var rétt ákvörðun; mátti ekki seinna vera svo fiskinum yrði bjargað og ekki ofveiddur til framtíðar.

Fiskimiðin hér við land eru mikið fæðuöryggi auk þess að færa gjaldeyrir inn í landið.

Vonandi verður fárviðrið sem geisar nú vegna Samherja erlendis ekki þess að vitund okkar gleymi hversu mikilvægar fiskveiðar eru okkur um alla framtíð.

(Bændablaðið)


Bloggfærslur 21. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband