Enn um fæðuöryggi

"Fæðuöryggi skiptir höfuð máli þegar ýmis konar óáran er tekin með í afkomuútreikninga heimsins.Sjúkdómar,styrjaldir og náttúruhamfarir geta hæglega skorið á framleiðslu og aðflutningsleiðir  matvæla.

Þá geta sjálfsbjargarmöguleikar þjóða skipt öllu máli varðandi líf íbúanna. Þess vegna tala menn um nauðsyn þess að tryggja "fæðuöryggi" en hugtakinu er oft ruglað "matvælaöryggi" sem gengur út á að tryggja örugga og heilbrigða matvæla framleiðslu svo fólk skaðist ekki af neyslu þeirra.

Sárlitlu munaði að Íslendingar yrðu þurfalingar hvað fæðu varðar þegar þegar efnahagshrunið skall haustið 2008. Þá lokaðist fyrir allt gjaldeyrisflæði sem gerði innkaup á matvælum og öðrum nauðsynjum nánasts útilokuð.Þá var sannarlega gott að hafa  öflugan landbúnað og sjávarútveg.

Þrennt bjargaði þá þjóðinni þ.e. öflug innlend framleiðsla á landbúnaðar afurðum og innlendar fiskveiðar, einstakur vilji Pólverja og Færeyinga að lána okkur gjaldeyrir án skilyrða.

Þessum þjóðum verður seint þakkað fyrir þann mikilvæga vinargreiða." (Bændablaðið)


Bloggfærslur 5. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband