Loftslagsvandinn 2099

Árið 2099:Hafísinn á heimskautinu löngu horfinn og frá stærstu jöklunum á Grænlandi og Suðurskautinu þiðna milljónir rúmmetra af vatni.

Gríðarstór svæði í Afríku,Asíu og suður-Ameríku eru nú sem glóandi  heitar líflausar eyðimerkur meðan  hækkandi sjávaraborð þrengir að ellefu milljörðum jarðarbúa á tempruðum svæðum plánetunnar.

Árlega eyðileggja öfgafull úrhelli , hvirfilbyljir, fellibyljir og flóð sífellt meira af hverfandi landbúnaðarsvæðum og skortur er af matvælum.

Þannig getur framtíð þín og plánetunnar litið út haldi koltvísýringurinn í lofthjúpnum að aukast eins og hann gerir núna.Hitastig hnattarins gæti í versta falli stígið yfir fimm gráður næstu aldamót.

Afleiðingin yrði stórfelldur straumur flóttamanna, griðalegar áskoranir  að útvega matvæli og stöðug barátta við að verja okkur gegn hamförum í veðráttunni (Lifandi Vísindi) ( Nr.11 2019)

 


UNGA FÓLKIÐ SKOÐI EIGIN EINKANEYSLU

Unga fólkið þarf að líta á eigin neyslu – snjallsímakaupin, netkaupin allt sem hugurinn girnist.  Mín kynslóð hafði ekki efni á nema því nauðsynlegasta ef til vill eina "appelsín" stöku sinnum – en við vorum bara ánægð með lífið.

Það er stóriðjan,framleiðslufyrirtækin og flugsamgöngur svo eitthvað sé nefnt sem þarf að beina sjónum að; reiði út í pabba,mömmu afa og ömmu er ekki rökrétt allir þurfa að hjálpast að.


mbl.is Fólk vanmeti reið ungmenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband