Sofa landsbyggða þingmenn á verðinum fyrir umbjóðendur sína?!

Aftur fara Vestfirðingar illa úti náttúruhamförum en sem betur fer varð ekki manntjón.Flateyringar misstu lífæð sína,höfn og báta. Engin orð fá lýst svo alvarlegu tjóni.

Hamfaraveðrið 1995 er öllum minnistætt,þá misstu Vestfirðingar ástvini sína auk eignatjóns.

Minnisstætt er hamfaraveðrið 1995 í Bakkafirði ekki mannstætt veður og úrhellisrigning.Nýkomin var flotbryggja,í mikilli hættu og höfnin full af bátum.

Allir sem vettlingi gátu valdið  voru kallaðir út að  bjarga því sem bjargað varð.Bakkfirðingum tókst með samstilltu átaki að bjarga bryggju og bátum og unnu þar mikið afreksverk; er enginn heimamaður er þá var gleymir.

Enginn mannlegur máttur gat bjargað bryggju og bátum á Flateyri; vonandi berst þeim hjálp fljótt og vel svo lífið geti haldið áfram.

Komið hefur í ljós samkvæmt fréttum að framkvæmdir vegna snjóflóðavarna hefur ekki verið sinnt sem skyldi þó fjármagn hafi verið handbært.

Hafa landyggðaþingmenn sofið á verðinum að fylgja eftir lífshahagsmunum landsbyggðarinnar?

 

 


mbl.is Hefðu þurft að fara á fiskiskipum í brjáluðu veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband