Eru tengslin við Guð rofin?

 

Vegna greinar Viðars Guðjohnsen í Mbl 18.jan. s.l. er rétt að taka fram eftirfarandi:

Stjórnkerfi ríkis og kirkju var lengi vel eitt stjórnkerfi þar sem páfinn/biskupar höfðu völdin. Veraldlega kerfið tók yfir hægt og bítandi og urðu hörð átök eins og kirkjusagan greinir frá.

Hefur sú þróun verið nefnd "sekularisering" og loks varð  hið veraldlega ráðandi afl; kirkjan missti veraldlegu völdin.

"Mitt ríki er ekki af þessum heimi",sagði Jesús Kristur.Hans boðskapur var óháður veraldlegu valdi þar var hið trúarlegra samband Guðs og manns hið eiginlega vald.

Tengslin við Guð voru á engan hátt rofin heldur urðu hin  trúarlegum tengsl Guðs og manns skilgreind frá stjórnkerfinu.

En er deilt um hvort tengsl ríkis og kirkju skulu endanlega rofin en hér á landi  er þjóðkirkja,hvort kirkjan verði svo áfram verður tíminn að leiða í ljós;ef til vill er það framtíðin að svo verði?

Kirkjan í Frakklandi er óháð ríkisvaldi/stjórnkerfi og reynst farsælt.

Tengsl Guðs og manns eru alls ekki rofin heldur voru þau aðgreind frá veraldlegu valdi.

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 19. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband