"RÍKIÐ ÞAÐ ER ÉG".

Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp um hálendisþjóðgarð um 40% af landinu í nafni umhverfisverndar; en er um leið eignaupptaka af hálfu ríkisins;minnir eilítið á Rússnesku byltinguna á sínum tíma.

Verndun landsins er betur komin hjá landeigendur,sveitarfélögum,hagsmunasamtökum:FerðafélagÍslands,ferðaþjónustu,raforkufyrirtækjum,Landssambandi hestamanna,o.fl.aðila.

Reynslan hefur sýnt  "verndun ríkisins" með Vatnajökulsþjóðgarði hefur ekki tekist sem skyldi enda ákvarðanir teknar í ráðuneytinu í Reykjavík oftar en ekki í glerhúsi fjarri náttúrunni.

Nýta þarf auðlindir í hófi eins og verið hefur það er lífsnauðsynlegt;við erum dæmd til að lifa af því sem landið gefur.

Skógurinn gerði okkur að þjóð í harðbýlu landi og gekk mjög á auðlindina. En þjóðinni óx fiskur um hrygg og er nú að rækta skóginn af miklum krafti.

Þó auðlindir landsins verði nýttar áfram er það ekki framtíðinni í óhag; með henni koma ný tækifæri ef til vill aðrir orkugjafar sem ekki eru komnir á kortið en sýnilegir, virkja sjávarföllin og sólarorkuna o.fl.

Umhverfisráðherra tekur mikið upp í sig með umræddu frumvarpi.

Minnir á Lúðvík 14 Frakkakonung er sagði:

 "RÍKIÐ ÞAÐ ER ÉG".

 

 

 

 


MYNDIR AF FORSETAHJÓNUNUM

Margar ríkisstofnanir hafa myndir af öllum forsetum er hafa  verið kjörnir hér á landi og er það í virðingaskyni.Undarlegt að lífsförunautar/makar forsetanna eru ekki með. Þó makarnir séu ekki kosnir væri það viðeigandi að þeir væru hafðir upp á vegg líka.

Gera má ráð fyrir að makar forsetanna hafi samþykkt framboð þeirra. Um leið og forsetinn hefur verið kjörinn verður hann opinber persóna og fjölskylda hans verður það beint/óbeint.

Makinn fer með forsetanum í opinberar  heimsóknir og móttökur hér heima.Fjölakylda forsetans er því opinber og einkalífið ekki með sama hætti meðan forsetinn situr við völd.

Vel væri við hæfi að forsetahjónin væru bæði í mynd upp á vegg hjá õllum ríkisstofnunum í virðingarskyni við forsetaembættið og forsetahjónin.

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 26. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband