Skýrslan: Átta kg af spillingu og mistökum

Þá er Rannsóknarskýrslan komin í hús, átta kg af græðgi, fjármálasvikum og  landráðum af þeim er trúað var fyrir fjármálastjórninni í landinu; nútíma "Sturlungasaga" er segir sögu manna er einskis svifust frekar en á 13. öld.

Nægir okkur bloggurum alla öldina til úrvinnslu eða lengur. Tímabil úr sögu lítillar þjóðar með stórmennskubrjálæði er ætlaði að sigra heiminn. 

Er  það ekki að sigra heiminn að búa í landinu við þau kjör sem við getum skapað okkur á eigin forsendum;  verið lítil þjóð í samfélagi þjóðanna?

Betra að hafa úr minna að spila nú i fyrstu; en að verða fjármálaspillingar/eyja með nokkur háhýsi, banka, fjármálahallir, spilavíti og tilheyrandi spillingu/ólifnað  eins og ætlunin var.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband