Mörður Árnason hefur rétt fyrir sér

Verðtrygging lána var sett í kreppunni um 1980 þá brann sparifé landsmann upp og greiddi í raun lán þeirra er skulduðu þá. Engin ástæða að menn greiði ekki skuldir sínar sjálfir. Nú hefur Hæstiréttur dæmt gengistrygginguna ólöglega en að öðru leyti gilda auðvitað þeir samningar er hver og einn gerði. Sparifjáreigendur fengu engar gjafir þegar fjármálakerfið féll 2008 þeirra eignir féllu gagnvart gengi eins og annarra engin sanngirni að taka af þeim allar eignir; auk þess varð fjármagn þeirra rekstrarfé bankanna annað var ekki til.

Skuldarar nú geta ekki búist við uppgjöf sinna skulda nema sem nemur gengistryggingu. Dómur Hæstaréttar að mati undirritaðar er ótvíræður;  lögfræðingar mega ekki komast upp með að rangtúlka hann og teygja með orðhengislshætti.

Mörður hefur rétt fyrir sér nú þurfa stjórnvöld /stjórnmálamenn að hafa kjark til að framfylgja dómnum. Halo


mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband