Nýr flokkur gegn "ormagryfjunni"

Vinnandi fólk í landinu á sér ekki lengur málsvara innan fjórflokksins (og Besta flokksins sem samanstendur af tónlistar - og grínleikarafólki). Gott mál ef upp ef upp rís nýr flokkur er byggir á "sauðsvörtum almúganum", vinnandi fólk er hefur heilbrigðari sýn á lífið á tilveruna,  tæplega metið í stórjeppum og lúxúzvillum.

Sorglegt að háskólamenntun hafi valdið óbeint hruninu með ofjölgun á fjármála - og lögfræðimenntuðu fólki er telur sig eiga rétt á miklu hærri launum og lífstíl en almennt gerist og lítil þjóð getur alls ekki staðið undir.

Flest framangreint fólk styður sennilega Samfylkingun (og hluti Vinstri grænna) þar er undirtónninn sterkastur að þjóðnýta allar auðlindir; ganga inn í ESB og endanlega verði gengið frá yfiráðum þessa fólks af býrókratíinu í Brussel um alla framtíð.

 "Maðurinn sem opnaði ormgryfjuna á Akureyri" (Mbl 20. júní, bls 8) er matreiðslumaður, vann mál um myntkörfulán fyrir Hæstarétti gegn Lýsingu. Þar segir hann: "...mér finnst merkilegur allur sá fjöldi lögfræðinga sem fjármálafyrirtækið hafði á sínum snærum skyldi ekki geta lesið það sama úr úr lögunum og dómsstólar hafa nú gert.... Lýsandi dæmi um viðskipti þar sem hvorki lög eða hvað þá heldur siðferði skipta litlu sem engu máli.

Framangreint dæmi lýsir hroka  og virðingarleysi gagnvart almennum borgurum í landinu í krafti menntunar og lélegs fjármálaeftirlits.

Gott mál ef almenningur hefur vakanað til meðvitundar og stofnar nýjan flokk.SmileHalo


mbl.is Nýr vinstriflokkur í burðarliðnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband