Góð niðurstaða

Góð niðurstaða hefur náðst á Suðurlandi með Helgu Sigúnu í þriðja sæti. Þegar um svona stórt kjördæmi er að ræða er nauðsynlegt að líta til hagsmuna heildarinnar. Það virðist hafa tekist og allir farið nokkuð sáttir frá borði. Eygló Harðardóttir má einnig vel við una og vonandi hefur hún styrk til að taka þessum úrslitum. Þó má segja að sveigjanlegar reglur fyrir prófkjörum verði framtíðin, svo að auðveldara verði að ná samstöðu þegar einhver í viðkomandi prófkjöri dregur sig til baka.

Undirrituð óskar framsóknarmönnum í Suðurlandskjördæmi til hamingju og spáir þeim a.m.k. þremur þingönnum ef framagreindur listi gengur eftir. Hvað varðar konur á listanum þá fá þær nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og snúa vörn í sókn fyrir sitt kjördæmi.

 


mbl.is Helga Sigrún Harðardóttir í 3. sæti hjá Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er nú framsóknarmönnum rétt lýst, ekki er lýðræðið til í þeirra hugum. Ef ég væri framsóknarmaður(sem ég verð vonandi aldrei) myndi ég taka konuna úr Vestmannaeyjum í þriðja og láta það síðan ganga niðrúr. En, nei eitthvað flokksdæmi kemur síðan allt annarri konu að. Er þá ekkert að marka þetta prófkjör? Ekki það að mér sé ekki nákvæmlega sama,mér gæti bara ekki staðið meir á sama,en til þeirra sem enn kjósa framsókn: Verði ykkur að góðu fíflin ykkar !!!

Ásdís Þórsdóttir 27.1.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

ef ég tók rétt eftir þá var Helga Sigrún í prófkjörinu fyrir fjórum árum og lenti þá eftir Eygló Harðardóttur. Ég veit ekki hvers vegna hún tók ekki þátt í prófkjörinu núna, sennilega vegna þess að hún er starfsmaður þingflokksins og nýtur náttúrulega ekki tiltrausts allra ef hún er í baráttunni sjálf t.d. ef hún hefði boðið sig fram sem suðurnesjamanninn og þá náttúrulega á móti Hjálmari. 

Ég hugsa að engan hefði grunað að Hjálmar hefði beðið svona mikinn ósigur þ.e. ekki einu sinni náð öðru sæti. Hugsanlega hefði Hjálmar lent ennþá neðar ef fleiri suðurnesjamenn hefðu verið í framboði.

En mörgum finnst þetta svik og svindl og ég er ekki viss um nema Helgu Sigrúnu sé gerður mikill óleikur með að fá hana í þetta sæti. Þetta muna menn. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 27.1.2007 kl. 23:52

3 identicon

Glætan að Framsókn fái þrjá þingmenn kjörna á Suðurlandi! Guðni verður kjörinn og aðrir ekki. Árni Johnsen er mun vinsælli en flagarar á bakvið eldavélina í Framsókn!

Eiríkur Kjögx 28.1.2007 kl. 11:25

4 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Ekki nein fullvissa um vinsældir Árna, það virðast þó nokkuð margir óánægðir og gætu alveg eins kosið Guðna, líka óanægt Samfylkingarfólk.

Hins vegar er  "flagarinn á bakvið eldavélina" ennþá jaf vinsæll ef ekki vinsælli. Hann má "standa bak við eldavélina" með mér, mín er ánægjan þótt ég sé ekki í hans kjördæmi.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 28.1.2007 kl. 12:28

5 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Ekki nein fullvissa um vinsældir Árna, það virðast þó nokkuð margir óánægðir og gætu alveg eins kosið Guðna, líka óanægt Samfylkingarfólk.

Hins vegar er  "flagarinn á bakvið eldavélina" ennþá jaf vinsæll ef ekki vinsælli. Hann má "standa bak við eldavélina" með mér, mín er ánægjan þótt ég sé ekki í hans kjördæmi.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 28.1.2007 kl. 12:28

6 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Kæri Þrymur laun heimsins eru oftast vanþakklæti og vissulega ósanngjörn. Svo getur allt breyst eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni.

Eygló H. ætlar að halda út og mun af þeim sökum verða enn sterkari síðar og örugglega þingmaður.

 Held að Guðni verið ekki allt kjörtímabilið. Er búin að koma mörgum sínum málum fram og nú síðast styrk til sauðfjárbænda. Ef til vill ætlar hann samt að hafa afskipti af þjóðlendumálinu áður en hann hættir.

Bara mínar pælingar er ekki í framsóknarflokknum. Kveðja.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 28.1.2007 kl. 23:11

7 Smámynd: Erlendur Pálsson

Það er ótrúlegt hvað þúfnapólitíkin er grasserandi hjá Framsókn og er þetta að mínu mati ein af helstu ástæðum þess hve flokknum gengur illa að sannfæra kjósendur um ágæti sitt. Ég skil óánægju Eyglóar afar vel hún eyddi miklum tíma og fjármunum í baráttuna og er síðan hundsuð með prinsessu frá Suðurnesjum sem mun þurfa að eyða restinni af sínum pólitíska ferli í að sanna að hún sé ekki einhver dekurrófa sem fær sinn frama án fyrirhafnar.

Erlendur Pálsson, 30.1.2007 kl. 11:25

8 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Hér er verið að horfa á allt kjördæmið, alla stóru þúfuna, til að ná sem mestri samstöðu og atkvæðamagni.

Mér finnst það ekki gefið að prinsessan  frá Suðurnesjum verði þingmaður ef að þarf að færa upp listann. Nú eru t.d. komnar forsendur til að færa Eygló upp fyrir prinsessuna ef Guðni hættir. Gæti gerst með samkomulagi þar sem allir yrðu sæmilega sáttir.

Þakka fyrir umræðuna, bestu kveðjur!

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 30.1.2007 kl. 12:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband