Umönnun aðeins líkamleg - félagslegar þarfir sniðgegnar?

Er það ný atvinnubótastefna að ákveða bætur handa fyrrverandi vistheimilisbörnum er hafa verið beitt kúgun og smán; vistheimilisnefndir/sérfræðingar á himinháum launum að meta hvað hver fær? Kostnaður við matið  meiri en ''smánarbæturnar.'' Verður meðferð þessara barna nokkurn tíma hægt að meta til fjár; væri ekki nær að útvega þeim jafnframt betri viðverustað í tengslum við ættingja sína eftir því sem hægt er. Hverjum ætti að þykja vænna um börnin en þeim sem næst þeim standa?

Meðferð barna/unglinga á  vistheimilum var lengi ''leyndarmál'' er ekki mátti segja frá; en gæti ekki víða verið pottur brotinn þar sem ummönnun fer fram. Kom fram í Kastljósi RÚV í vikunni, að umönnun  á mörgum öldrunarheimilum væri ábótavant; ekki mátti nefna hver þau væru. Samt spor í áttina að rannsókn hefur farið fram og liggur nú hjá landlækni en sem ''leyndarmál''. Jafnframt kom fram að vel væri hugsað um heimilisbúa hvað mat og hreinlæti varðar en margir hverjir tækju of mikið af lyfjum, alt að því níu lyf á hvern heimilismann.

Félagslegu  hliðinnni var ábótavant mikil vanhugsum ef félagsleg umönnun  heimilisfólks er ekki til staðar; þá koma fram geðræn vandamál/hegðunarvandamál er ekki ætti að leysa með lyfjagjöf að ástæðulausu . Hvorki ummönnun aldraðra eða barna á vistheimilum verður bætt með fébótum; virðist þurfa eftirlit að staðaldri og umbætur gerðar reglulega eftir þörfum.

Óviðunandi að fólk er ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér fái ekki mannsæmandi aðbúnað í þjónustu félagslegrar  umönnunnar. Peningaleysi verður ekki eingöngu um kennt heldur vöntun á kærleika er ekki  verður numinn í háskóla; heldur siðferðileg /kristin innri tileinkun í hjarta hvers og eins.

Góða helgi WounderingHalo

 


mbl.is Nefndarmenn fá meira en þolendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband