RUV ekki hlutlaust í Kastljósi - reyndi stjórnarmyndun?

Tæplega verður sagt að hlutleysis hafi verið gætt hjá RUV  í Kastljósinu í kvöld. Tveir álitsgjafar Kolbrún Bergþórsdóttir og Ólafur T. Guðnason voru fengin til að álits hvaða ríkisstjórn þau teldu við hæfi. Að þeirra mati höfðu allir flokkar nokkuð til síns ágætis nema Framsókn, sem  ekki var til nokkurs nýt. Lagt var til stjórnarmyndun Geirs og Vinstri grænna eða Samfylkingar. Frjálslyndir ekki nefndir á nafn. Undirrituð telur að framangreindir aðilar geti haft hvaða skoðun sem er á mönnum og málefnum. Hins vegar orkar það tvímælis að Kastljós gæti ekki hlutleysis  hvað varðar álitsgjafa um stjórnarmyndun. Hvers vegna var engin álitsgjafi sem varði stjórnina eða gæti sagt eitthvað jákvætt um Framsókn og Frjálslynda?

Getur ritstjóri í Kastljósi sýnt slíka hlutdrægni óátalið eftir geðþótta sínum? Fyrst gegn Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðheraa og fjölskyldu hennar; og nú reynt með skýrum hætti að hafa áhrif á stjórnarmyndun? Hverra hagsmuna er ritstjóri í Kastljósi að gæta?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband