Fyrirhugað stjórnarsamstarf skársti kostur?

Undirrituð er ekki vel að sér í refskák stjórnmálanna en eftir kosningarnar hefur umrædd refskák verið nokkuð uppi borðinu. Geir og Jón ræddu saman í bróðerni í nokkra daga ákveða síðan að slíta samstarfinu. Skynsamleg útfærsla að hálfu Geirs ef hann hefði skilað umboðinu strax hefði að líkindum verið reynt að mynda vinstri stjórn, sem að mati undirritaðrar hefði verð versti kosturinn í spilunum.

Þrátt fyrir hatursfullan áróður sérstaklega Vinstri grænna gegn Framsókn hefðu þeir slegið striki yfir það allt og viljað samstarf. Forsetinn hefði haft umboðið og ekki gott að vita hver hefði hlotið hnossið fyrst til að mynda stjórn.Að framansögðu hefur Geir Haarde styrkt stöðu sína með því að (líklega) kanna hug Samfylkingar á  bak við tjöldin meðan samræður þeirra Jóns Sigurðssonar stóðu yfir.

Ingibjörg Sólrún hefur að líkindum ekki verið hrifin af nýju módeli R-listans sáluga eftir útreiðina sem hún fékk þar og hrökklaðist úr borgarstjórnarstólnum. Undirrituð getur vel skilið hana að  því leyti. Enda hefði pólitískum ferli hennar líklega verið lokið ef hún hefði hafnað því samstarfi sem nú stendur fyrir dyrum. Vinstri stjórn hefði tæplega  náð samstöðu eða föstum tökum á stjórn landsins. Farið sömu leið og R-listinn.

Undirrituð er því nokkuð sátt við þá ríkistjórn sem nú mun líklega setjast að völdum. Vonandi kann nýja stjórnin sér hóf í aðgerðum sínum hvað varðar landbúnað og rústar ekki það fyrirkomulag sem fyrrverandi stjórn lagði. Einnig að hún kunni geti  endurbætt núverandi fiskveiðikerfi skynsamlega og noti auðlindir Íslands ekki sem skiptimynt fyrir inngöngu ESB.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband