Donald Trump næsti forseti Bandaríkjanna.

Stórviðburður sem seint gleymist að upplifa kosningabaráttu  forsetakosninganna í  USA  s.l. nótt  RÚV  á þakkir skildar fyrir að fyrir að sjónvarpa viðburðinum. Jafn og þétt alla nóttina seig  Trump fram úr frú Clinton er endaði með óumdeildum sigri hans þvert á allar skoðanakannanir.

Hálærðir stærðfræðingar og álitsgjafar voru aumkunarverði í beinni útsendingu til allrar heimsbyggðarinnar. Fjölmiðlaflóran varð kjaftstopp hafði haldið að hennar aðkoma að kosningabaráttunni tryggði frú Clinton sigur; sem  betur fer hefur  almenningur ennþá sjálfstæði til að taka eigin ákvarðanir.

 Yfirlýsingar Trumps voru sumar hverjar ógnvænlegar fyrir kosningar en minna fór fyrir því hvað frú Clinton hélt fram um hann enda voru fjölmiðlar hér hallir undir hana.

Ræða Trumps eftir sigurinn var hógvær og í sáttatón veðrandi forseta til sóma.

Eftir ósigurinn kom frú Clinton fram og sagði orðrétt: „Við verðum að viður­kenna þessa niður­stöðu... Don­ald Trump mun verða næsti for­seti okk­ar, og hann á inni hjá okk­ur að við tök­um hon­um með opn­um hug og gef­um hon­um tæki­færi til að leiða þjóðina.“

Þá sagði hún að til viðbót­ar því að virða kosn­ing­arn­ar, „þurf­um við að verja sam­eig­in­leg gildi um enga mis­mun­un, rétt­ar­ríki og jafn­rétti gagn­vart lög­un­um.“

Frú Clinton hefur lagt sitt að mörkum að rétta Trump sáttahönd til  sameiningar  þjóð sinni; aðeins á færi mikilhæfra stjórnmálamanna er kunna sitt fag þrátt fyrir ósigur, lýðræðislegar niðurstöður kosninganna er það sem gildir í hennar huga.


mbl.is „Sársaukafullt og verður það lengi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband