Björgunarstörf eru samgróin þjóðarsálinni.

Var á árlegri samkomu sparifjáreigenda (vonda fólkið) þar sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg var styrkt myndarlega..Framkvæmdastjóri félagsins kynnti björgunarstörf er var einkar fróðlegt erindi.

Það minnir mig á Jóhann Hafstein fyrrverandi framkvæmdastjóra Slysavarnarfélags Íslands, hugsjónamanns frumkvöðuls í slysavararmálum.Hann ferðaðist um landið og kenndi okkur m.a. hvernig ætti að meðhöndla brunasár þegar slys bæri að höndum.

Nokkrum árum seinna brenndi þriggja ára sonur minn sig alvarlega á rafmagnsofni. Það var 2.stigs bruni og langt til læknis þegar við komumst loksins til læknis eftir 12 tíma sagði læknirinn mér að ég hefði bjargað syni mínum að hljóta ævilangan skaða -jafnvel lífi hans;þökk sé Jóhanni Hafstein framkvæmdastjóra slysavarnarfélagsins fyrir árvekni sína og umhyggju fyrir björgunarmálum.

Nú hafa tímar breysts mikið og sífellt fleiri útköll nú að jafnaði fjórum sinnum á dag - það var því gleðilegt að geta styrkt þetta göfuga málefni.

Ég á tvo náakomna ættingja annar hefur helgað líf sitt björgunarstörf fyrir Landsbjörgu hinn hefur tekið á sig aukaálag í vinnunni vegna útkalls vinnufélaga sinna eins og svo margir gera því mörg fyrirtæki leyfa sínu fólki að sinna útköllum án þess að dregið sé af launum þeirra þannig að fjöldi fólks tekur að sér aukaálag í vinnu sinni meðan vinnufélagar þeirra eru í útkalli.

Allt þetta samstarf gerir björgunarstörf einstök í heiminum, að gegna svona stóru verkefni án greiðslu, þökk öllum sem leggja hönd á plóginn við að bjarga mannslífum - líka þeim  sem gera slysavarnir mögulegar með auknu álagi með glöðu geði.

Björgunarstörf eru orðin samgróin þjóðarsálinni;þökk sé  frumkvölum eins og Jóhanni Hafstein er átti einar stærstu hugsjónir í björgunarstörfum og gerði þær að veruleika í íslensku samfélagi.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband