"RÍKIÐ ÞAÐ ER ÉG".

Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp um hálendisþjóðgarð um 40% af landinu í nafni umhverfisverndar; en er um leið eignaupptaka af hálfu ríkisins;minnir eilítið á Rússnesku byltinguna á sínum tíma.

Verndun landsins er betur komin hjá landeigendur,sveitarfélögum,hagsmunasamtökum:FerðafélagÍslands,ferðaþjónustu,raforkufyrirtækjum,Landssambandi hestamanna,o.fl.aðila.

Reynslan hefur sýnt  "verndun ríkisins" með Vatnajökulsþjóðgarði hefur ekki tekist sem skyldi enda ákvarðanir teknar í ráðuneytinu í Reykjavík oftar en ekki í glerhúsi fjarri náttúrunni.

Nýta þarf auðlindir í hófi eins og verið hefur það er lífsnauðsynlegt;við erum dæmd til að lifa af því sem landið gefur.

Skógurinn gerði okkur að þjóð í harðbýlu landi og gekk mjög á auðlindina. En þjóðinni óx fiskur um hrygg og er nú að rækta skóginn af miklum krafti.

Þó auðlindir landsins verði nýttar áfram er það ekki framtíðinni í óhag; með henni koma ný tækifæri ef til vill aðrir orkugjafar sem ekki eru komnir á kortið en sýnilegir, virkja sjávarföllin og sólarorkuna o.fl.

Umhverfisráðherra tekur mikið upp í sig með umræddu frumvarpi.

Minnir á Lúðvík 14 Frakkakonung er sagði:

 "RÍKIÐ ÞAÐ ER ÉG".

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband