Forsætisráðherra mæltist vel - kvótakerfið viðundandi

WounderingÞjóðhátíðarræða forsætisráðherra var rökrétt  þar sem m.a. kvótakerfið var rætt með skynsemi og yfirsýn. Undirrituð tekur undir að núverandi kvótakerfi sé viðunandi en ekki fullkomið frekar en önnur mannanna verk. Upphrópanir  hafa fengið gott rými í fjölmiðlum svo sem, þjóðin á auðlindirnar!, notaðar í ábyrgðarlausri/pólitískri umræðu með takmarkaðar upplýsingar og rök um málefnið.

Ekki var önnur fær leið til að takmarka skynsamlegar veiðar  en núverandi kvótafyrirkomulag. Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind sem ber að vernda. Sjávarbyggðir hafa margar hverjar farið illa út úr þessari hagræðingu. Ef til vill minnstu sjávarbyggðirnar verst þar sem allt byggist á veiðum fyrst og fremst. Byggðakvóti mun ekki breyta þeirri staðreynd að fiskurinn er takamarkaður. Þess vegna er frjálst framsal skásti kosturinn og ef til vill línu - og handfæraveiðar leyfðar í auknum mæli.

Að bátar geti leigt kvótann sín í milli eftir því sem hagkvæmast er hverju sinni  vegna gæfta og hvernig veiðist á hverjum stað er hagræðing i greininni. Þá spilar inn í mannlegi þátturinn, sumir eru útsjónarsamir og duglegir en aðrir fara sér hægar. Þessi möguleiki í kvótaleigu gerir því veiðarnar oft hagkvæmari, þeir sem ekki er góðir í rekstri ná ekki eins miklum árangri og jafnvel hætta. Við því er ekkert að gera. Félagsleg hjálparstarfsemi á ekki við nema til hjálpa mönnum að fá sér annað verk að vinna.

Ekki óeðlilegt að kvótinn sé verðmætur og er best kominn í eigu þeirra sem hann veiða og reka útgerðina úti á landsbyggðinni.

Undirrituð þekkir af eigin reynslu hvað erfitt er að reka smábátaútgerð þar sem kvótinn er ekki nægilegur til að reka slíka útgerð með hagkvæmni. Þessi þróun hefur þó valdið því að margar svokallaðar trillur hafa stækkað, keypt kvóta og reksturinn orðið betri. 

Heimsmarkaðsverð á fiskafurðum  er einnig mikill áhrifavaldur og hvernig það þróast ört. Nú er hagstæðara að flytja fiskinn út ferskan bæði vegna beinnar neyslu og frekari vinnslu. Þessi þróun hefur gert litlum fiskvinnslum ómögulegt að vinna fiskinn í litlum sjávarplássum. Þar er ekki önnur lausn en  sameining meðal lítilla byggðarlaga í fiskvinnslu verði veruleiki ef það er raunverulega hagkvæmt

Nýtt kvótakerfi breytir vart umræddum aðstæðum hvort sem er um stórar eða smáar útgerðir að ræða.

 

 

 

 

 

 

 

f


mbl.is Vandinn í sjávarútvegi eitt helsta úrlausnarefnið nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband