Hörmuleg umræða um löggæslumál?

Þá hefur Ríkislögreglustjóri svarað gagnrýni Jóhanns Benediktssonar en vantar ekki aðalmálið að peninga vantar til að koma á þessu margumtalaða nýja skipulagi; er virðist snúast um það  ef það kemst á, að nærþjónusta lögrelunnnar þ.e. almenn löggæsla verði minni sökum fjárskorts samkvæmt yfirlýsingum sýslumannsins í Keflavík. Dómsmálaráðherra hefur harmað brottför Jóhanns sýslumanns enda virðast allir sammála um hæfni hans í starfi ekki síst við fíkniefnaeftirlit (er það nærþjónusta?) og hann náð þar betri árangri enn  nokkur annar.

Það er hörmulegt hvernig umræða um stjórnun og fyrirkomulag innan lögreglunnar hefur færst út í fjölmiðla með þeim hætti að trúverðugleiki um framkvæmt og skipulag innan allrar löggæslunnar  hefur hlotið mikinn skaða þ.m.t. dómmálaráðherrann sjálfur, því miður, þar sem umrætt skipulag er ekki einu sinni komið í gegnum þingið eftir þeim fréttum sem undirrituð hefur séð.

Er ekki mál að linni, almennningur í landinu  hefur enga  hagsmuni af að missa góðan lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli; - nema þá þeir sem flytja inn ólögleg fíkniefni og tæplega var það nú meiningin?


mbl.is Stóryrði og hrakspár Jóhanns „óvenjulegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband