Ábyrgðarlaus afsögn stjórnarmanns seðlabankans - verða stjórnarslit?

 Afsögn fulltrúa Samfylkingar, Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur úr stjórn seðlabankans  virðast vera misráðin aðgerð  til þess eins að valda jafnvel stjórnarslitum. Tilgangurinn ekki augljós á örlagastundu eins og nú. Umræddur fulltrúi veltir sér upp úr fortíðinni sem hún segir mistök í stjórn seðlabankans en horfist ekki í augu við vandann sem blasir við; öllu heldur er hún frekar að skjóta sér undan merkjum  sem ekki er trúverðug staða fyrir Samfylkinguna.
 
Hvað verður næst kemur nýr fulltrúi frá Samfylkingunni ef ekki þá er stjórnarsamstarfið í hættu? Samfylkingin getur ekki dansað frítt spil í alvarlegum aðstæðum í ákvarðanatöku stjórnar Seðlabankans. Hvaða fiskur liggur undir steini eru sterkir hagmunaðilar innan Samfylkingarinnar í spilinu- til hvers? Hvað með hagsmuni almennings í landinu?
 
Ekki verður vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hefja samstarf við Vinstri græna miðað við þá ábyrgu afstöðu  sem Steingrímur Sigfússon tók í viðtali Kastljóss í kvöld. Vonandi verður ekki stjórnarkreppa aðeins til að auka vandann.Woundering

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband