Hlutleysi Rúv - orkar tvímælis?

Réttmætt er að taka undir gagnrýni Tryggva Gíslasonar fyrrv. skólameistari að hlutleysi Rúv. orki tvímælis. Í svarbréfi skrifar  útvarpsstjóra til Tryggva, "Nú kann á stundum að vera nokkur fíngerð lína á milli þess sem stjórnandi sýni eðlilega aðgangshörku eða óþarfa dónaskap. Það kann m.a. að ráðast af smekk áhorfandans, samúð hans með viðkomandi einstaklinga eða málstað eða jafnvel uppeldi hvor hliðin á þessum peningi honum finnist vera uppi hverju sinni".

Er ekki útvarpsstjórinn að snúa út úr gagnrýni Tryggva? Rökstyðja má að spyrjandi Kastljóss er þá líka undir framangreindri lýsingu  útvarpsstjórans. Í viðtali fyrr við forsætisráðherra mótmælti Sigmar afstöðu Geirs að hann tæki fyrst og fremst mið af hagsmunum almennings í landinu. Sigmar spurði á móti um hagsmuni  hlutabréfaeigenda er ekki átti við í þessu viðtali vegna þess að þeir sem taka áhættu af fé sínu eru ábyrgir gerða sinna.

Þá er minnisvert úr Sífri Egils þegar Egill vitnaði í tvo hagspekinga í samtali en þeir voru "orðlausir", gátu ekki komið með umsögn;  greinilega talin nægileg útskýring  í krafti menntunar þeirra?

Þegar alvarlegir hlutir eins og nú ganga yfir þjóðina verða fréttamenn að vera í jafnvægi og æsa ekki upp almenning með spurningum eða fréttum, settar fram fremur til tilfinninga/æsinga. Þekkt er þegar mikil áföll ganga yfir þjóðir þá getur myndast óreyða/anomy og lög og reglur jafnvel sniðgengnar sem veldur ennþá meiri hörmungum en ella.


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband