Bindaskyldan lækkuð til samræmis ESB?

Vandinn er augljós eins og forsætisráðherra lét í ljós fjármálaeftirlitið var ekki nógu sterkt til að taka á útþenslu bankanna. Raunverulega má segja að bankakerfið hafi verið ráðandi beint og óbeint í þjóðlífinu og farið sínu fram í krafti óhefts frelsis innan ESB er nú hefur komið berlega í ljós og neytt  okkur til samninga- hvort sem það er rétt eða ekki - allavega siðlaust.

Það sem ekki kom fram í viðtalinu var hvers vegna lækkaði Seðlabankinn  bindiskyldu íslensku bankanna  úr 4% í 2%.

Var það ekki gert að kröfu  íslenska fjármálakerfisins  til samræmis eins og hjá EES- og ESB-ríkjum. Var það ekki sami leikurinn og við Dani árið 2005 þegar ESB þvingaði Dani til að minnka bindiskyldu sína er þeir höfðu haft til margra ára. Hvað gerðist í kjölfarið? Roskilde Bank varð gjaldþrota.

Pappírskerfi ESB er inniheldur 17000 þús.? manns í stjórnkerfinu getur ekki brugðist við eins og hver þjóð gæti gert. Er ekki komin eldsglóð í þetta "ógnarstóra pappírsfjall" tímaspursmál hvenær það springur í loft upp?


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband