Borgarafundur - ekki þjóðarvilji

"Þetta er þjóðin" er ekki rétt yfirskrift fundarins heldur borgarafundur og getur ekki tekið sér umboð þjóðarinnar eins og Ingibjörg Sólrún benti reyndar á. Hvers vegna nefndi Þorvaldur Gylfason, prófessor ekki í ræðu sinni að bindiskylda bankanna var lækkuð til samræmis við   ESB-löndin en var ekki  raunhæf krafa fjármálakerfisins? Hvers vegna kom ekki fram að við fáum nýja greiningarfulltrúa hjá bönkunum um horfur í rekstri þeirra. Eigum við að þurfa að hlusta áfram á Eddu Rós Karlsdóttur og Ingólf Bender, og þeirra líka sem hina alvitru um fjárhag ríkisbankanna?

Þá nefndi Össur Skarphéðinsson að hann vildi þjóðaratkvæði um sem flest. Hvernig er það hægt þegar fjölmiðlarnir/blöðin eru í eigu fárra manna sem móta skoðanir með ósvífnum hætti eins og allir vita sem muna eftir áróðrinum um fjölmiðlafrumvarpið sáluga?

 


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband