Andlegt ofbeldi

„Forsenda þess, að þjóðin geti tekið sínar ákvarðanir er að hún fái réttar upplýsingar. Hvers vegna reyna talsmenn aðildar að Evrópusambandinu að fela  staðreyndir fyrir fólki"?, sagði Styrmir Gunnarsson á fundi Heimssýnar í dag.

 

Það verður erfitt að fá réttar upplýsingar eða umræður um ESB-inngöngu þegar ritstjórnir  Fréttablaðsins  og Morgunblaðsins  standa fyrir einsleitri stefnu um inngöngu ESB þar sem kostir inngöngu eru tíundaðir án gagnrýni. Lýðræðisleg umræða er ekki á dagsskrá, upplýsingin skal koma "að ofan" til almennings en hann á ekki að hafa neina skoðun.

 

Framgreindar skrif blaðanna má flokka undir "andlegt ofbeldi" og áróður. Árvakur á nú undir högg að sækja og óvíst hvernig fer - það yrði vatna á myllu Evrópusinna ef Mbl. sameinaðist Fréttablaðinu. 

 Vonandi að hægt verði að stofna almenningshlutafélag um Morgunblaðið og það hrifið úr heljargreipum þeirra er vilja inngöngu í ESB hvað sem það kostar.

Margra spurninga þarf að spyrja áður en þjóðin gengur til atkvæða um ESB-aðild: Eigum við að hafa til hnífs og skeiðar í eigin landi þar sem gnægð auðlinda er til lands og sjávar okkur til framfæris? Já!!!

Eigum við að láta auðlindirnar til annarra þjóða  krjúpa síðan fyrir valdinu í Brussel og biðja um brauð? Nei!!!

 

 


mbl.is Lykilorusta um ESB-aðild háð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband