Efnahagslegt sjálfstæði - undir erlent vald?

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ lýsti því fögrum orðum hvernig fyrri kynslóðir hefðu fært vinnandi fólki mannsæmandi kjör með baráttu sinni; og á þeim grunni stæði verkalýðshreyfingin. Skyldu ekki gengnar kynslóðir snúa sér við í gröfinni að heyra þennan sama foringja mæla með inngöngu í ESB; afsala efnahagslegu sjálfstæði undir erlent vald.

Hann sagði  mikilvægt að fara í aðildarviðræður við ESB sem fyrst og að þjóðin yrði að fá að taka afstöðu til þess máls, en hann teldi sjálfur að þetta yrði ''mikilvægt skref í því að lækka matvælaverð, lækka vexti og verðbólgu og koma á stöðugleika í gengismálum''.

Hefur verkalýðsforinginn rétt fyrir sér: Hvernig eru vextir á Spáni þótt viðmiðunarvextir ESB hafa lækkað. Vextir á Spáni á húsnæðislánum  hækkað um 20% á sama tíma vegna þess að þeir eru á hausnum eins og Ísland,. Ef hér hefði verið Evra í hruninu hefðu vextir verið enn hærri. Peningastefna ESB virkar ekki víða i Evrópu vegna þess að nú er  verðhjöðnun, húsnæðisverð í frjálsu falli; bankarnir á hausnum og verðleggja peninga hátt, þess vegna gengur Svíum  betur  þeir hafa eigin gjaldmiðil en Spánverjar, Írar og margar Evrópuþjóðir verða að styðja sig við of hátt gengi Evrunnar.

Ef til vill er Ísenska þjóðin betur sett  með eigin gjaldmiðil á nánustu framtíð lengra er tæplega hægt að horfa eins og efnahagsaðstæður eru í ESB-ríkjum og um allan heim.

  lkjlæ

 


mbl.is Nýjan sáttmála um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband