KSÍ - tapar ærunni í strippbúllu í Sviss?

Fjármálstjóri KSÍ varð fyrir þeirri freistingu að fara inn á strippbúllu í  rauða hverfinu í Zurich, er hann var það í erindum knattspyrnusambandsins, ''hugsanlega''  sofnað hann - og á meðan voru straujaðar kr. 8.000.000 út af korti KSÍ er hann notaði í ferðinni.  Er fyrst að koma fram dagsljósið nú en gerðist árið 2005, stjórn KSÍ fjallaði um málið þá , viðkomandi fékk áminningu slapp með skrekkinn,  ekki fylgdi fréttinni hvort hann hefði orðið að borga striplbúllugjaldið til baka.(Kastljós í gær)

Stjórnin getur tæpast setið áfram hvorki siðferðilega eða vegna fjárhæðarinnar, hér var á ferðinni fjármálastjóri KSÍ, er ætlast má til að geti gætt fjármuna, komið sæmilega fram í starfi fyrir hönd KSÍ. Hér var ekki á ferðinni fótboltaunglingur á táningsaldri er kunni ekki fótum sínum forráð og plataður upp úr skónum.

Ekki verður annað séð en viðkomandi fjármálastjóri og stjórnin verði að axla ábyrgð og taka pokann sinn hið snarasta.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband