Fær Katrín "Draumprinsinn"?

 Nú reynir á pólitíska hæfileika Katrínar að koma að stjórn landsins  ef hún er klók þá reynir hún fyrst myndun stjórnar með vinstra liðinu og Viðreisn en ólíklegt hún fari í minnihluta stjórn þar sem píratar verja hana falli.

En líklega verður það fyrst útspilið en Katrín  hlýtur að vera of skynsöm til að standa eftir sem valdalaus forsætisráðherra í minnihlutastjórn.

 Eftir það getur hún hafið viðræður við Bjarna Ben. aftur - og þau komi  sér  saman um þriðja flokkinn til samstarfs í ríkisstjórn. En framangreint er aðeins ágiskun.


mbl.is Katrín á fund forseta á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn hvetur til umburðalyndis

Barac Obama vel meðvitaður um stöðu sína sem forseti og virðir lýðræðið þjóðinni til fyrirmyndar. Donald Trump er verðandi forseti í lýræðislegri kosningu; Bandaríska  þjóðin verður að sameina sig um hann - næstu fjögur árin.


mbl.is Biður fólk að gefa Trump tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin ESB -stjórn -

Verða að teljast góðar fréttir hvað sem verður ekki hægt að dragast með ESB sinna og allt snúist um hvort „kíkja eigi í pakkann“ – blekkingu sem fáir telja marktæka.  Eina rétta  væri að þjóðin kysi um hvort hún vill inn eða ekki en það hugnast  tæplega ESB –sinnum  /Viðreisn/Björt framtíð ; varla er sú atkvæðagreiðsla tímabær nú.

 Katrín Jakopsdóttir  leggur tæplega í  annan leiðangur með ESB- sinnum reyndist ekki vel hjá „Vinstri Velferðarstjórninni“- Jóhanna reyndi að smala  andstæðingum sínum, „villiköttunum“  í Vinstri  grænum  til baka en tókst ekki og uppskar afhroð í kosningunum, 2013.


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband