Ný lög: skerðing á lífeyri eldri borgara.

Nýjustu kjarabæturnar samkvæmt lögum :  Frítekjumark eldri borgara  verður lækkað úr 100 þús.  niður í 25000 kr.  um næstu áramót. Dæmi: Lífeyrisþeginn ræður sig í hlutastarf  eftir áramót í 100þús kr. pr.mán. Þar af verða 75 þús.  kr. yfir frítekjumarki. Það veldur lækkun ellilífeyris  um  33.750, skattur af 100 þús. kallinum verður 37 þús. eftir standa 29.750 í vinnulaun eldri borgarans; en ríkið hirðir  70.250 af 100þús. kallinum.

Eldri borgarar þurfa að greiða fyrir heimilishald fæði og klæði, hreinlætisvörur og fl. Greiða af lánum, fasteignagjöld, hita og rafmagn, og  háan meðalakostnað;  flestir að eiga eigin bíl til að komast leiðar sinnar og þykir sjálfsagt nema ekki fyrir eldri borgara.

Að gera sér dagamun fara í leikhús er ekki inni í myndinni hvað þá utanlandsferð sér til upplyftingar.

Hvenær fást fram raunverulegar kjarabætur fyrir eldri borgara?cry

(Tölulegar upplýsingar eru teknar úr ágætri grein í Mbl. 7. nóv. höf. Arnór G. Ragnarsson.)


Trump - frú Clinton - eða Tom Kaine?

„Hvor er betri  brúnn eða rauður“? Bæði frú Clinton og Trump hafa vafasaman feril, hann fyrir brask og ósvífnar yfirlýsingar, hún fyrir pólitíska kerfisspillingu og ótrúverðugan netpóst sem gæti leitt til málaferla á hendur hennar og hún yrði að víkja sem forseti Bandaríkjanna?

Skárri kosturinn er að frú Clinton næði að sigra þá yrði Tim Kaine varaforsetaefni tilvalinn forseti.Vel kynntur í Virginíu sem öldungadeildarþingmaður og borgarstjóri;  er kaþólskur og talar spænsku sem innfæddur og aflað sér fylgis meðal framsækinna stuðningsmanna.

Góð niðurstaða ef Tim Kaine yrði forseti  Bandaríkjanna.


mbl.is Tvísýnt um úrslit kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband