Velferðin forgangsmál í Kópavogi

Gunnar Birgisson hefur slegið tóninn fyrir málefnin þar sem verðferðarkerfið verður í fyrirrúmi, gerði það með yfirlýsingu sinni yfir gjaldtöku eldri borga í sundlaugar bæjarins. Núverandi eldri borgarar eru sá aldurshópur er byggðu upp efnahagslega kjölfestu er ennþá heldur þrátt fyrir kreppuna: rafmang um öll byggðarlög, góðar samgöngur; - öflugan fiskveiðiflota og orkuver er gefa gjaldeyrir í þjóðarbúið er mun bjarga okkur út úr kreppunni.

Vinstri flokkarnir hafa um langa hríð gengið fram fyrir skjöldu til að verja kjör eldri borgar og velverðarkerfið í heild sinni vegna skerðingar á tryggingum og skattaáþjánar nú síðast í kosningabaráttunni 2009. En um leið og vinstri stjórnin tók við gleymdi hún stefnu sinni í velferðarmálum.

Margir eldri borgarar hafa greitt iðgjald til trygginga frá sextán ára aldri og hafa eignarrétt samkvæmt stjórnarskrá en var engu síður afnuminn með einu pennastriki af stjórnvöldum með hjálp stjórnmálaflokkanna þar með taldir vinstri flokkarnir..

Enginn vandi er leystur með framkomu stjórnmálamanna/tryggingarsérfræðinga að ræna eldri borgara eignum sínum- en eykur virðingarleysi fyrir eldri kynslóðinni og velferðarkerfinu í heild sinni.

 


mbl.is Þrettán í prófkjör í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband