Kasino- fjárhættuspil - fjölskylduharmleikur - meiri fátækt

Fjárhættuspil þrífast á mannlegum veikleika, tekur meira frá þeim fátæku er freista gæfunnar í von um betri afkomu, tekjur af fjárhættuspilum koma að stærstum hluta frá þeim. Eftir því sem efnahagslífið þrengir meira að, eykst fjárhættuspil fátækra heimilisfeðra, er ætla að bjarga sér og sínum; en verður  fjölskylduharmleikur, fátæktin og eymdin eykst stórlega, hið opinbera verður fyrir auknum útgjöldum vegna meðferðar og félagslegrar aðstoðar við spilafíkla.

Vegna þagnargildis er ekki sagt frá fjölskylduharmleikjum og sjálfsmorðum spilafíkla.

Fjárhættuspil og spilafíkn eiga sér ævafornar rætur. Heimildir eru til um peningaspil í Mið-Austurlöndum og Indlandi fyrir fjögur þúsund árum. Fyrsta bókin um skaðsemi spilafíknar kom út árið 1674. Höfundurinn Charles Cotton lýsir áhrifum spilafíknar svo: "Eirðarlausan kalla ég hann, hvorki getur hann eftir vinning eða tap hvílst ánægður. Ef hann vinnur vill hann vinna meira, ef hann tapar vill hann vinna til baka."

Norðmenn eiga nýlegar rannsóknir um fjárhættuspil, sem gætu verið vegvísir fyrir okkur hér á landi. Þegar áróður fyrir frjálsu peningaspili hefst, er útgangspunkturinn og sterkustu rökin "peningaspil er góð aðferð til söfnunar fyrir góðgerðarstarfsemi".  Norðmenn hafa leyft of mikið frelsi spilakassa í búðum og verslunarmiðstöðvum, sem hafa þróast í "lítil spilavíti". Frá árunum 1990 til 1999 jókst umfang spilakassa í Noregi um 4.600 prósent, umfangið varð 47-falt. Síðustu ár hafa Norðmenn leyft Norsk tipping, Rikstoto og privat selskap peningaspil á internetinu.

Nýjasta frelsi Norðmanna er fjárhættuspil í farsíma. Eftir hringingu úr farsíma fyrir kr. 20 n. kemur útdrátturinn eftir 20 sekúndur. Hægt er að tapa kr. 4000n., u.þ.b. 96 þús. kr. ísl. pr. klst. Enginn lokunartími, netið og síminn alltaf opin. Nógir lánardrottnar til staðar með "góða handrukkara". Umfang spilakassa í Noregi er 38% af peningaspilum. Þar af hafa 85% orðið spilafíklar. Hestaveðhlaup, Oddesen og fotbaltipping eru 21% af peningaspilum. Þar af hafa 45% orðið spilafíkn að bráð.

Í Bandaríkjunum virðist frelsi í "spilaiðnaðinum" fara dvínandi. Aðallögmaður þeirra hefur gefið út aðvaranir. Annars muni yfirvöld alfarið banna spilabransann.

Lærum af sögunni og reynslu annarra þjóða, leyfum ekki Kasino –fjárhættuspil það mun auka vanda þeirra atvinnulausu og þeirra  er ramba á barmi gjaldþrots vegna myntkörfulána og kúlulána.

Slæmt efnahagsástand, atvinnuleysi og fátækt eru „gróðrarstía fyrir Kasino-fjárhættuspil“.

Norska skáldkonan Inger Hagerup orti ljóðið "Spilleren" ("Fjárhættuspilari") um harmleik spilafíknar, lauslega þýtt:

Spilarinn tapar í sífellu

sönnustu gildum er hlaut:

Ástin, gleðin og gæfan

fjölskyldan –öll er á braut.

Hann spilar í sífellu

myntin á borðinu bylur

lífinu kastað á glæ

því hann ekki skilur:

Að spilið í raun sem ‘ann  spilar

er gjaldið hans dauði.

Árangurslaust  ‘ann sálina selur

fyrir rúllettuspili - og brauði. FrownHalo


mbl.is „Kasínó er raunhæfur kostur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband