"Siðmenning kærleikans"

"Kærleikurinn er ekki útópía: Hann er viðfangsefni sem mannkyninu ber að leitast við að framkvæma með aðstoð Guðs náðar. Hann er falinn karli og konu í sakramenti hjónavígslunnar sem megin grundvöll "skyldu" þeirra og hann leggur grunninn að gagnkvæmri virðingu þeirra: fyrst sem hjóna og síðan sem föður og móður. Þegar þau taka þátt í athöfn sakramentisins, gefa hjónin sig hvort  öðru og meðtaka hvort annað. Þau lýsa yfir vilja sínum að taka fúslega á móti börnum og koma þeim til menntunar. Á þessu veltur mannleg siðmenning sem ekki er hægt að skilgreina á annan hátt en með orðunum "siðmenning kærleikans".

Það er fjölskyldan sem tjáir þann kærleika og er uppspretta hans. Það er í gegnum kærleikann sem frumstraumur siðmenningar kærleikans streyma og þar finnur hún "félagslegan grunn" sinn.

Í anda kirkjulegrar arfleifðar töluðu kirkjufeðurnir um fjölskylduna sem "heimiliskirkju," "litla kirkju". Með því vísuðu þeir til siðmenningar kærleikans sem raunhæfa leið mannlegs lífs og friðsællar sambúðar: "Að vera saman" sem fjölskylda, að annast hvert annað, veita svigrúm í samfélaginu til að sérhver persóna fái fullgildingu sem slík - að fullgilda "þessa" einstöku persónu.

Oft á í hlut fólk með líkamlega eða andlega fötlun sem hið svokallaða "framsækna þjóðfélag" myndi kjósa að vera laust við. Jafnvel fjölskyldan getur  á endanum orðið slíkt samfélag.  Hún gerir það þegar hún  losar sig við í hasti við fólk sem er aldrað, fatlað  eða sjúkt. Þetta gerist þegar trúin glatast að í Guði "lif allir" (smbr. Lk. 20:38) og allir eru kallaðir til fullnustu lífs.

Já, siðmenning kærleikans er ekki óframkvæmanleg, hún er ekki útópía. En hún er einungis framkvæmanleg með stöðugri og meðvitaðri tilvísun til  "Föðurins sem hvert faðerni og móðerni fær
nafn sitt af" (smbr. Ef 3:14-15), frá hverjum sérhver fjölskylda kemur".
Góða helgiHeartHalo
(Jóhannes Páll páfi II: Bréf Til Fjölskyldna, gefið út í tilefni ári fjölskyldunnar 1994)
 
Ef 3: 14-15:  ... 14Þess vegna beygi ég kné mín fyrir föðurnum, 15sem hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu, ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband