Einræðisstjórn í Kópavogi?

Undarlegt ef  bæjarfulltrúar mega ekki gera athugasemdir við nýja fjárhagsáætlun er einhverju að leyna? Í fjárhagáætlun fyrra árs var helsta lausnin að ráðast á eldri borgara með sundskatt eins og frægt er orðið; - nú sitja margir sömu fulltrúar í bæjarstjórn og vissulega er þörf á aðhaldi. Þá var Gunnar I. Birgisson einn á móti; allir aðrir sammála um nýtt gildismat í velferðarmálum.

Þeir sem nú sitja í bæjarstjórn eru ekki trúverðugir fulltrúar fyrir almannahag;  ekki heldur  þeir sem eru í minnihluta er fylgja meirihlutanum í von um á fá einhverja mola af borðum þeirra.

Vonandi tekst Gunnari I. Birgissyni vel í baráttunni fyrir velferð hér Kópavogi. Hann hefur sýnt með verkum sínum að hann hefur yfirsýn yfir bæjarmálin þar sem hagur aldraðra, fatlaðra og sjúkra hefur verið í verki; það sýnir uppbygging á húsnæði fyrir umrædda hópa var  í alla staði til fyrirmyndar  í tíð Gunnars sem bæjarstjóra.

Undarlegt að flokksbróðir Gunnars í bæjarstjórn Ármann Kr. Ólafsson skuli ekki vera í samstarfi. Væri vænlegra að vinna í velferðarmálum bæjarbúa í raun. Ármann Kr. Ólafsson hlýtur að standa tæpt á pólitískum vettvangi nú um stundir eftir að vera einn af þeim er fékk nafn sitt skráð í sögu fjármálahrunsins í Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.


mbl.is „Valdníðsla af verstu sort“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband