Ódrengilegt uppgjör Ómars Stefánssona í Kópavogi-

Kostulegt að lesa ódrengilegt „Uppgjör Ómars Stefánssonar“, bæjarfulltrúa í Kópavogsblaðinu (nóv. 13), honum tekst illa upp, reynir að koma höggi á Gunnar Birgisson er framsókn  var í  samstarfi  við til margra ára í bæjarmálum.  Sannleikurinn er sá að Framsókn í Kópavogi varð höfuðlaus her eftir að Sigurður heitinn Geirdal féll frá – en hann hélt uppi að miklu leyti stefnu bæjarins í velferðarmálum – í farsælu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Ómar virðist ekki hafa haft hugrekki   eða samstarfshæfileika til að halda á lofti merki Sigurðar, ekki einu sinni með Gunnari Birgissyni gegn árás á eldri borgara þegar sundskatturinn var settur á eftir hrun til  að „rétta fjárhag bæjarins“. Þá var mörkuð „sampólitísk“ stefna allra  flokka  Kópavogs               í velferðarmálum bæjarins. – sem enginn  veit hvar endar.

Framsókn mun hafa pólitískt sóknarfæri í kosningunum í vor -ef þeir bera gæfu til að setja fram fulltrúa er mun halda áfram stefnu Sigurðar heitins Geirdal í velferðarmálum - er hafa  verið lámarki á þessu kjörtímabili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband