Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra - á galdrabálið?

 Enn heldur áfram umræðan um “galdraofsóknir” á hendur Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra. Illugi Jölulsson kyndir nú “galdrabálið” með skrifum sínum í blaðið (5.05:22). Sorglegt þegar landskunnir pennar  sem vilja láta taka sig alvarlega;  falla niður á svo siðlausan standard að haga sér eins og naut í flagi.  Undirrituð horfir hér frá sjónarhóli almennrar siðvitundar en ekki lögfærðilega.

Fram hefur komið að sjálfsagt þykir að íþróttamenn sem geta orðið að ”gagni  fyrir þjóðina” fái ríkisborgararétt án mikils fyrirvara.  Fram hefur komið að ungan stúlkan sem hér um ræðir, tengdadóttir umhverfisráðherra hefur haft kynni af syni hennar í nokkur ár. Hefur tekið þá ákvörðun að verða lífsförunautur hans. Stúlkana hefur yfirgefið land sitt, fjöldkyldu, nám og flytur hingað til lands. Hún hefur lært íslensku á stuttum tíma, að öll leyti uppfyllt þá kunnáttu á stuttum tíma, sem ætlast er til þegar ríkisborgararéttur er veittur. 

Má telja að umrædd stúlka hafa sýnt afburða dugnað og fórnfýsi til að geta haldið áfram sem frá var horfið í heimalandi hennar; hefja nám, eignast aðra fjölskyldu og föðurland. Er fyllilega sambærilegt við “íþróttamann sem kemur að gagni" fyrir þjóðina,” sem þykir ekkert athugavert við að veita ríkisborgararétt. 

 

Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evróðurétti telur í blaðinu (5.05:8), að afgreiðsla umrædds ríkisborgararéttar brjóti gegn tveimur grunnstoðum í réttarheimspeki. Undirrituð dregur ekki í efa framanfreint álit. Jafnframt segir doktorinn að umræddur ríkisborgararéttur geti leitt til þess að þúsundir úlendinga krefjist hins sama. Umræddur ríkisborgararéttur Allsherjanefndar þar sem  veittar eru undanþágur getur tæplega  verið viðmiðun þegar beiðni um ríkisborgararétt er veittur.

 Allsherjarnefn Alþingis hefur  afgreitt ríkisborgararétt með undanþágum. Ekki er annða að skilja en umræddur ríkisborgararéttur stúlkunnar frá Gvatemala  falli undir þá afgrreiðslu, smbr. “ríkisborgararéttur til  verðmætra þróttamanna.”  Hér er ekki við umhverfisráðherra að sakast. Ef afgreiðsla Allsherjarnefndar alþingis fellur hvorki undir íslensk lög eða þá réttarheimspeki sem doktorinn í Evrópurrétti heldur fram; þá þarf ríkisborgararéttur hér á landi endurskoðunar við.  Að framangreindu er ekki  hægt að halda því fram að umhverfisráðherra hafi verið þátttakandi í spillingarmáli. 

 Tæplega hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að reynt hefur verið að koma pólitísku höggi á umhverfisráðherra vegna umrædds ríkisborgararéttar fyrir komandi kosningar til Alþingis Þeir sem hófu þessa siðlausu árás á Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra  eru á góðri leið með að lenda sjálfir á því galdrabáli sem þeir hafa kveikt.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Það er alveg rétt hjá þér að Jónína ber líklega minnsta sök í málinu sem slíku. Ef maður biður stjórnvald að hygla sér eitthvað umfram það sem siðlegt getur talist og eðlilegt þá er það kannske ekki ólöglegt ef ekki er beitt einhverjum hótunum eða þvingandi aðgerðum til að knýja á um gjörninginn. Og auðvitað er ekkert sannað að Jónína hafi beðið nefndina um sérmeðferð fyrir konuna sem er svona vensluð henni.

Þau gátu hafa tekið það upp hjá sér sjálf og talið sig þóknast ráðherranum með þeirri framgöngu.Og þeirra er þá skömmin!

Jónína verðfelldi sig svo mest sjálf með allhrikalegri framgöngu í sjónvarpssal. Þessi kona ,sem ég hafði þangað til metið sem eina af skárri þingmönnum Framsóknar vegna ákveðinnar viðspyrnu sem hún hefur stundum sýnt gagnvart siðlausum gerningum stjórnarinnar s.s. í fjölmiðlafrumvarpsmálinu, féll svo gjörsamlega á prófinu þarna. Opinberaði sig sem yfirgangssama frekju og dóna!

Kristján H Theódórsson, 6.5.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Mér finnst það ákaflega sorglegt að guðfræðingur skuli ekki koma auga á siðleysið í þessu máli. Sorglegt að guðfræðingurinn hafi ekki tileinkað sér þá siðfræði betur sem hann hlýtur að hafa lært. Sorglegt að koma ekki auga á spillinguna sem felst í þessu máli  hverjum sem henni er um að kenna, Jónínu eða nefndarmönnum. Ég hallast nú að því að sökin sé fyrst og fremst nefndarmanna. Það var líka sorglegt að horfa á Jónínu fjargviðrast út í að fjölmiðlar sýndu þessu máli áhuga, mér fannst Helgi Seljan líka vera ókurteis.

Ég vil taka það fram að þessi stúlka er örugglega hin vænsta manneskja bráðfalleg og eflaust eftir því greind. Það kemur bara málinu hreint ekkert við eins og guðfræðingurinn ætti að geta séð. Þetta snýst um grundvallaratriði og að eitt skuli yfir alla ganga. Það  má líka eflaust finna jafn frábæra einstaklinga í þeim hópi sem hefur verið hafnað. 

Þóra Guðmundsdóttir, 7.5.2007 kl. 01:13

3 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sorglegt að þú skulir ekki sjá að Allsherjarnefnd Alþingis er til að taka á þeim málum sem þurfa sértæka úrlausn eins og hér um ræðir. Ekkert óeðlilegt að stúlkan færi þá leið og hefði til þess leiðsögn Jóníniu ef svo var.

Enn sorglegra þegar ríkisfjölmiðill gerir sér úr því illvígar deilur sem ekkert eiga skylt við heilbrigða gagrýni heldur dylgjur í pólitískum tilgangi. Auk þess að fela málið lítt vönum fréttamanni sjónvarpsins orkar einnig tvímælis.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 7.5.2007 kl. 04:58

4 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Nú er bara apurningin hverjir brenna á galdrabálinu þegar upp verður staðið?

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 7.5.2007 kl. 12:26

5 identicon

„Hefur tekið þá ákvörðun að verða lífsförunautur hans.“

Nú hvers vegna beið hún þá bara ekki eftir að uppfylla 24 ára regluna sem verðandi tengdamóðir hennar gerði að lögum á kjörtímabilinu?

„Tæplega hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að reynt hefur verið að koma pólitísku höggi á umhverfisráðherra“

Einnig verður tæplega horft framhjá því að Jónína Bjartmarz veifaði pappírum um mannréttindabrot og stöðu kvenna í Guatamala í Kastljósviðtali við Helga Seljan, þrátt fyrir að slíkt tengdist umsókn stúlkunnar ekki á nokkurn hátt. Hvers vegna Jónína gerði þetta hefur hún ennþá ekki útskýrt, en eins og er lítur allt út fyrir að hún hafi ætlað að nýta sér mannréttindabrot og bága stöðu kvenna í Guatemala til að breiða yfir óþægilegt mál eða drepa því á dreif.

Ummæli um að málið hafi verið falið „lítt vönum fréttamanni“ held ég að dæmi sig sjálf.

Bjarni Þór Sigurbjörnsson 7.5.2007 kl. 13:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband