Sex möguleikar til stjórnarmyndunar eftir kosningar

Undirrituð fékk  kosningablað DV í morgun sem væntanlega hefur  borist til allra landsmanna. Þar eru sýndir sex möguleikar á stjórnarmyndun eftir kosningar. Við fyrstu sýn er möguleiki nr. 4: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Frjálslyndir ásættanlegur kostur. Gæfi möguleika til að stoppa í götin á fiskveiðikerfinu, halda áfram uppbyggingu atvinnuvega og heilbrigðismála. Vinna skynsamlega og mannúðlega að málefnum innflytjenda.

Ágætt fyrir Vinstri græna og Samfylkinguna að nota tímann í stjórnarandstöðunni til að stofna einn jafnaðarmannaflokk og koma sterkir til leiks þar næsta kjörtímabil. Verða þá væntanlega það óskabarn sem Jón Baldvin Hannibalsson hefur viljað. Staðreyndin er sú að vinstri grænir hafa málað sig út í horn með stefnu sinni í utanríkismálum. Nú síðast þegar þeir draga samstarf við Norðurlönd og Atlandahafsbandalagið í efa, finna því allt til foráttu. Eðlilegt væri ef Eystrasaltslöndin yrðu líka öll með. Samningar um varnarmál verða nánast útilokuð með Vinstri grænum. Samfylkingin er ekki trúverðug miðað við að hafa ekki haldið fylgi sínum enn sem komið er og vera í stjórnarandstöðu. Togstreita innan flokksins viðrist mikil í umhverfis og virkjunarmálum sem mun gera flokkinn erfiðan í samstarfi. Auk þess er Samfylkingin mjög einstrengileg  varðandi inngöngu þjóðarinnar í ESB. Að láta fiskimiðin af hendi til erlendra stórþjóða er sama og brjóta fjöregg sitt, kemur ekki til mála!

Niðurstaða.: Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Frjálslyndir í næstu ríkistjórn ekki ómögulegur  kostur. Umrætt kosningablað DV stillir einnig upp ráðherrum sem er nokkuð skynsamleg. Skemmtilegar pælingar fyrir bloggara til að spá í spilin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband