Áfengisfrumvarðið til umræðu á Alþingi

Áfengisfrumvarpið er til umræðu á Alþingi í dag  má segja það málefnalega umræðu; greinilega er er málið þverpólitískt. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin telur óbreytt fyrirkomulag hér til fyrirmyndar öðrum þjóðum. Fjöldi samtaka og almennir borgarar hafa lýst andstöðu sinni við áfengisfrumvarpið: Landlæknir hefur lýst yfir andstöðu –Hjúkrunarkvennafélagið, læknafélagið, kirkjan, SAMAN-hópurinn, Lýðheilsustöð, skólabörn, þingmenn í öllum flokkum, fræðslustjóri/skólamenn og yfirlæknir á Vogi.

Talið er að þrjátíu þúsund manns hér á landi eigi við áfengisvanda að stríða. Þá má reikna með að a.m.k um hundrað og fimmtíu þúsund manns, fjölskyldur þessa fólks er eiga í samfélagslegum erfiðleikum vegna áfengisneyslu vandamanna sinna; fyrir utan alvarleg umferðarslys og sjúkdóma er áfengi veldur.

Allar rannsóknir sýna að takmarkað aðgengi áfengis dregur úr áfengisnotkun.Tæplega lýðræðisleg lausn ef þingmenn ætla með þverpólitískri samstöðu að þröngva áfengi í matvöruverslanir í nafni frelsis –þá gæti frelsið snúist í andhverfu sína ófrelsi.

Tilvalið mál að vísa til forsetans um þjóðaratkvæðgreiðslu- þjóðin fái að taka endanlega álkvörðuninnocent


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband