Spítalinn yfirkeyrir starfsmenn sína á vakt?

Hörmulegt mál fyrir hjúkrunarfræðinginn sem var á vakt  eftir að hafa lesið um málið þá virðist hún hafa verið á hlaupum milli deilda til að redda brýnustu málum á hjúkrunardeildinni, vaktin undirmönnuð.

Alvarlegt mál þegar hjúkrunarfræðingar   eru undir svo miklu álagi  og viðist hafa vera í umræddu  tilviki; hvernig eiga þeir að sinna lögboðnum skyldum sínum undir svo hörðu álagi?

Þá  myndast óhjákvæmilega óviðeigandi  andrúmsloft þegar  vaktahafandi hjúkrunarfræðingar  eru á hlaupum að redda öllum málum – jafnvel milli dauðvona sjúklinga er þurfa sérstaka aðgát og umönnun.

Sjúkrahúsið ber vonandi hluta af sökinni að láta viðgangast og jafnvel skapa slíka „spennitreyju“ fyrir starfsmenn sem  allir eru að vilja geriðir til að gera sitt besta – en það eru takmörk hvað fólk getur lagt af mörkum,„brennur út“ eins og það er kallað, þegar starfsmaður hefur ofgert  sér andlega í starfi.

Ekki má slaka á ábyrgð starfsmanna í vinnu sinni – en spítalinn getur tæplega krafist ábyrgðar að rétt sé staðið að verki, þegar hann yfirkeyrir starfsmenn sína á vaktinni vegna undirmönnunar.innocent


mbl.is Vitni sýnt ákærðu samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband