"Global blue" náttúruvernd - fyrir Ísland?

 Umræða um náttúruvernd hefur náð þokkalegri pólitískri sátt hér á landi – svokallaðir  vinstri flokkar geta ekki talið sig hafa einkarétt á henni enda verða þá engar framfarir. Björk Guðmundsdóttir, tónlistarkona gat sparað „heimsfræga“ púðrið sitt til áhrifameiri  umræðu á heimsmælikvarða; til þess hefur Björk  alla burði með frægð sinni sem tónlistarmaður - en það ógnar ef til vill hennar eigin hagsmunum að hafa áhrif á svo risavaxna hagsmuni?

Ekki óþekkt að fólk hafi goldið fyrir þ.h. tilraunir með lífi sínu.

Vaxandi vatnsskortur á neysluvatni er ógnvekjandi og verðugt verkefni fyrir Björk Guðmundsdóttur,tónlistarkonu að hafa  áhrif með frægð sinni; þar eiga í hlut stórþjóðir með risaframkvæmdir sem fáir gætu ímyndað sér. Má nefna vatnsflutninga frá Suður – Kína til Norður-Kína, 1264 km leið, af því leiða risavaxin umhverfisáhrif og þarf að flytja 330þús manns til nýrra heimkynna auk ófyrirséðra umhverfisáhrifa í landbúnaði.

Vatnsyfirborð Aralvatns í Kasakstan fyrrum  Sóvétríkja lækkaði um 10m. árin 1961-1985 vegna uppdælingar og áveitu á ræktarland. Fyrir 1960 var Aralalvatn 68.000 ferkm. en breyttist þá í fjögur stöðuvötn niður 17.16þús,ferkm., árið 1964. Árið 2007 var vatnið komið niður í 6.800 ferkm., um 10% af upphaflegri stærð. Hefur minnkað mikið síðan; uppþornaður vatnsbotninn er nefndu Aralkun- eyðamörkin.

Í Kaliforníu er umdeilt verkefni verið að reisa stærstu hreinsunarstöð á Vesturlöndum er felst í að breyta sjó í drykkjarvatn.– ekki allir umhverfissinnar eru hrifnir, við hreinsunina fellur mikið salt og öðrum steinefnum er geta valdið ófyrirséðum skaða á lífríki og náttúru.

Að koma hingað, ráðast á eigið fósturland og nota til þess Iceland  Airwaves  tónlistarhátíðina var ekki skynsamleg náttúruvernd – að reyna vekja athygli erlendra  tónlistarmanna á að Ísland væri ábyrgðarlaust í raforkuframkvæmdum/náttúrvernd var vond landkynning, ekki bætti „taglhnýtingur" Bjarkar,  Andri Snær Magnason, rithöfundur og umhverfissinni þá kynningu.

 

(Upplýsingar teknar úr Bændablaðinu 5.nóv. 2015 bls. 20-21)

 

 

 


mbl.is Kynnir loftslagsáætlun í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband